Lukkan mun leika við nýja Ljósavini á Fit and Run

Vertu Ljósavinur á meðan skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons stendur yfir og lukkan gæti leikið við þig!

Hlaupagleðin er við völd í Ljósinu þessa dagana og að því tilefni munu nokkrir nýskráðir Ljósavinir fá skemmtilega vinninga frá samstarfsaðilum Ljóssins.

Þeir sem ekki komast á hátíðina en skrá sig á meðan hún stendur yfir komast líka í pottinn.

Hér má skrá sig sem mánaðarlegan Ljósavin með kreditkorti.

Einnig er hægt að senda okkur póst með nafni, kennitölu, reikningsnúmeri og þeirri upphæð sem þú vilt greiða mánaðarlega hér.

Dregið í næstu viku – Megi lukkan vera með þér!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.