Maraþon – Ný klappstöð Ljóssins við Naustabryggju

Mörg ykkar hafa eflaust heyrt okkur minnast á að í ár bjóðum við ykkur að hvetja með okkur á tveimur stöðum í Reykjavíkurmaraþoninu. Auk okkar föstu viðveru við JL húsið munum við blása til veislu við Naustabryggju sem er ný hlaupaleið í Reykjavíkurmaraþoni.

Þar ætlum við að hækka í græjunum, mæta með hrossabrestina, pottana og pönnurnar, og tryggja það að allir þeir sem fara í heilmaraþon fái fullt af jákvæðri orku áður en þeir halda aftur í vestur í átt að marklínunni.

Þessi stöð er kjörin fyrir þau ykkar sem viljið hvetja með okkur og eruð í hverfum eða bæjarfélögum fyrir austan Ártúnsholt þar sem þið sleppið við lokanir sem og getið sofið örlítið lengur en við byrjum að hvetja upp úr 10:00 í Naustabryggjunni en samkvæmt korti Reykjavíkurmaraþons má búast við fyrstu hlaupurum um 20 mínútur yfir 10:00.

Við hvetjum alla ljósbera, aðstandendur, nágranna í Bryggjuhverfi og aðra sem hafa áhuga á að skemmta sér konunglega í góðum félagsskap á að kíkja til okkar í Naustabryggjuna.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.