Ljósið á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons í Laugardalshöll

Ljósið mun taka þátt í Fit and Run, skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons sem fer fram í Laugardalshöll í vikunni fyrir Reykjavíkurmaraþon.

Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og hafa ekki tök á því að mæta í pastaveisluna okkar mánudaginn 19. ágúst, og fá þar íþróttaboli merkta Ljósinu, að koma við á básnum okkar á sýningunni.

Hægt er að skoða hvar básinn okkar er staðsettur hér.

Sýningin verður opin frá kl. 15-20 fimmtudaginn 22. ágúst og frá kl. 14-19 föstudaginn 23. ágúst.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.