Í Ljósinu erum við sammála um að það að lestur bóka sé mikilvægur hluti jólanna. Því munum við fá tvo frábæra rithöfunda til þess að lesa fyrir okkur úr bókum sínum á aðventukvöldi Ljóssins, þann 27. nóvember næstkomandi. Annars vegar mun Gunnar Helgason koma sér fyrir niðri og lesa upp úr bók sinni, Draumaþjófinum, sem kemur út núna fyrir jólin
Guðný ljósberi þverar landið, Sigrún Þóra sálfræðingur þróar hugbúnaðarlausn og auka þarf fræðslu tengda krabbameinsgreindum á vinnumarkaði eru meðal spennandi umfjöllunarefna 13. útgáfu Ljósablaðsins sem nú er komið út. Þar má einnig finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, viðtöl við Ljósbera, brot úr verkefnum og viðburðum sem Ljósið hefur staðið fyrir og tekið þátt í frá því að síðasta blað kom
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fór fram síðastliðinn laugardag. Talið var að um 400 manns hafi mætt og yfir 300 hafi lagt leið sína upp í hlíðarnar eftir skemmtiatriði frá Ara Eldjárn og Bigga Sævars. Meðal þeirra sem gengu voru Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og atvinnumálaráðherra, og flokkssystir hans, Þórunn Egilsdóttir, sem
Nemendur í textíldeild við Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu glæsilegar bleikar herraslaufur í tilefni af bleika deginum þann 11.október síðastliðinn. Slaufurnar voru seldar og rann ágóðinn óskiptur til Ljóssins. Það var Anna Sigríður Jónsdóttir, iðjuþjálfi, sem veitti styrknum viðtöku. Við sendum okkar bestu þakkir til þessara flottu nemenda og allra þeirra sem keyptu slaufu.
Í síðustu viku áttum við saman notalega stund við að útbúa merkimiða og pakkaskraut. Tobba okkar var svo yndisleg að koma með ýmislegt úr sínu pokahorni til merkimiðagerðar og deila með okkur og kenna handtökin. Svo var Bogga að aðstoða við að útbúa pakkaskraut úr piparkökuleir. Þið sem misstuð af þessari skemmtilegu stund í síðustu viku þurfið ekki að örvænta
Hvað skal taka með í Ljósafoss? var spurningin sem brann á vörum Guðnýjar Ragnarsdóttur og Sólveigar Kolbrúnar þegar þær mættu í Fjallakofann í gær og ræddu hvað þarf að koma með í Ljósafossinn í dag. Guðný hefur farið víða fyrir Ljósið þessa viku til þess að vekja athygli á hvað endurhæfingin skiptir gríðarlega miklu máli þegar maður fer í gegnum krabbameinsmeðferð
Nú styttist óðfluga í Ljósafossinn okkar árlega og það veitir okkur mikla gleði að sjá hversu margir eru að stefna að því að lýsa upp myrkrið í Esjunni með okkur. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður og alþingiskona, hefur að undanförnu sótt þjónustu til okkar í Ljósið og þegar umræðan um árlegu vetrargönguna okkar á Esjuna bar á góma var hún ekki lengi
Í dag afhenti Lilja Björk Ketilsdóttir, vörumerkjastjóri á Heilsu – og íþróttasviði IcePharma Ljósinu virkilega vegleg sérmerkt 400 ml Camelbak mál úr stáli. Bollarnir, sem halda hita í 6 klukkustundir og kulda í 10 klukkustundir, eru til sölu í móttöku Ljóssins. „Við ætlum að byrja á að mæta með bollana með okkur upp að Esju á laugardaginn en þá fer
Í ár ætlum við að lýsa upp Esjuna í 10. skiptið og vekja þannig athygli á mikilvægi endurhæfingar fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Okkur finnst ótrúlegt að horfa til baka og vera minnt á hvað fólk getur áorkað miklu ef viljinn er fyrir hendi en það birtist ekki bara í endurhæfingunni okkar heldur einnig í viðburði eins og þessum.
Í gær fengum við virkilega skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Gísli Snær, Stefán Sævar og Sóley Diljá, börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur, færðu Ljósinu formlega hönnun sem hefur verið í sölu hjá Ljósinu frá því í lok sumars. Olga, sem var hæfileikaríkur Ljósberi, sótti margvíslega þjónustu í Ljósið eftir að hún og fjölskylda hennar fluttu heim frá Svíþjóð. Skemmtilegast þótti Olgu