eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa „Ég hlakka svo til …“ „Mikið verður gaman þegar …“ „Vá, hvað verður gott að vera laus við …“ Tilhlökkunin er gjöf og við ættum að vera meðvituð um að virkja hana. Í tilhlökkun er að finna drifkraft, gleðisprota og von. Hún hjálpar okkur að brjóta upp tilbreytingarlitla daga og gerir lífið bærilegra. Þið,
Kynningarfundur um endurhæfinguna í Ljósinu er alla þriðjudaga klukkan 11:00 á Langholtsvegi. Allir bera grímur og spritta hendur við komu í hús. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn. Við bjóðum einnig upp á kynningu í myndbandsformi. Hafðu samband við okkur í síma 561-3770 eða með því að senda okkur póst á mottaka@ljosid.is og við sendum þér hlekk á kynninguna
eftir Örnu Arnardóttur Rými og tími til að gefa eftir Flest vitum við að líkaminn er samsettur úr vöðvum, beinum, líffærum, sinum, taugum og alls konar vefjum. Þegar við gerum jóga eða teygjum er gjarnan talað um vöðvateygjur, sem er að hluta til rétt, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Allar hreyfingar stjórnast af taugakerfinu en það skiptist í
Námskeiðin í Ljósinu eru nú að fara aftur af stað hvert á fætur öðru. Fagaðilar eru að hafa samband við alla þá sem voru á námskeiðum í Ljósinu þegar þjónusta var skert og upplýsa um nýtt fyrirkomulag námskeiða og gefa leiðbeiningar. Frá og með næstu viku ættu því eftirfarandi námskeið að halda áfram með breyttu sniði: Námskeið nýgreindar 36-48 ára
Hópar í líkamlegri endurhæfingu hjá Ljósinu fara rólega af stað aftur vikuna 26. -30. október. Sóttvarnir verða í fyrirrúmi eins og alltaf hjá okkur, grímuskylda og sprittað milli tækja og milli hópa. Til að byrja með fá einungis fimm að vera í salnum í einu, hvort sem það er í tækjatíma eða leiddum tíma, eins og Jafnvægi, Stoðfimi og Eftir
eftir Guðrúnu Friðriksdóttur Daglega notum við einhvers konar akkeri sem skilgreina tíma okkar, deila honum upp og skammta okkur hann. Fólkið í kringum okkur, aðstæður og okkar eigin ákvarðanir verða að þessum akkerum og halda okkur stöðugum í hinu daglega lífi: Við vitum að vekjaraklukkan hringir klukkan sjö, að við þurfum að mæta í vinnuna klukkan átta og fara í
eftir Ingu Rán Gunnarsdóttur Það er mikilvægt fyrir konur jafnt sem karla, sem gangast undir aðgerð á brjósti, að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing verði á hreyfingu í kjölfarið og til að sporna gegn þeirri þróun er mikilvægt að byrja snemma að vinna gegn skerðingunni með réttum
eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur Öll finnum við einhvern tímann fyrir óróleikatilfinningu við hinar ýmsar aðstæður. Kannist þið t.d. við að finna fyrir spennu og kvíða þegar þið sitjið á biðstofunni að bíða eftir læknistímanum eða mikilvægu símtali? Eruð þið með börn á heimilinu sem eru t.d. stressuð fyrir prófinu á morgun eða fyrsta skóladeginum? Í dag eru margir að upplifa
eftir Guðrúnu Erlu Þorvarðardóttur Nú þegar daginn er að stytta og kuldinn sækir að er erfiðara að fara út og hreyfa sig. En það er gott að hreyfa sig utandyra í fersku lofti. Það gefur okkur aukna orku og okkur líður betur á eftir. Hversu lengi við erum úti eða hversu langt við göngum fer eftir dagsforminu okkar, stundum getum
Hún okkar Sigrún Marinósdóttir kom við í Ljósinu í dag til að taka stöðuna á hvernig gengi nú þegar starfsemi Ljóssins er með minna móti vegna Covid19. Eins og mörg ykkar vita þá er Sigrún alger töfrakona þegar kemur að ýmsu handverki en hún hefur verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum hér í Ljósinu eins og steinamáluninni sem var ansi vinsælt