Uppfærð stundaskrá í Ljósinu

Nú er nýtt ár hafið og dagskráin í Ljósinu að komast á fullt skrið. Námskeið og handverkshópar eru ýmist komin af stað eða við það að hefjast. Vegna síðustu rýmkunar á fjöldatakmörkunum vegna Covid-19 höfum við sem dæmi getað fjölgað þeim sem mæta í salinn og aðra hópa. Áfram er þó nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í tíma en það er hægt að gera með því að hafa samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Endilega skoðið stundaskrána og hvað er í boði, en hana er hægt að nálgast hér og einnig útprentanlegu útgáfuna. 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.