Námskeið á döfinni

Nú eru tvö námskeið að fara að hefjast á næstu vikum og er enn möguleiki á að skrá sig til þátttöku.

Annarsvegar er það námskeiðið „Fólk með langvinnt krabbamein“ sem hefst þann 26.janúar. Markmið þess er að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von auk þess að njóta stuðnings jafningja.

Hægt er að lesa frekar um námskeiðið hér.

Hinsvegar er það svo námskeiðið „Að greinast í annað sinn“. Markmiðið er meðal annars að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki sem er að endurgreinast til að öðlast meiri styrk og betri líðan.

Hægt er að lesa frekar um það námskeið hér.

Til að skrá sig á námskeiðin er hægt að hafa samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með tölvupósti

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.