Fréttir

4
okt
2020

Hertar sóttvarnir í Ljósinu

Kæru þjónustuþegar og aðstandendur, Vegna mikillar fjölgunar Covid-tilfella gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfsemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga. Við höfðum því sérstaklega til skynsemi ykkar og biðjum ykkur um að vera heima ef þið finnið fyrir einhverjum einkennum eða eruð hrædd um að vera innan

Lesa meira

30
sep
2020

Landsliðstreyja boðin upp til styrktar Ljósinu

Vilt þú eignast landsliðstreyju íslenska karlalandsliðsins í fótbolta? Nú geta allir tekið þátt í góðgerðarlottói Charityshirts.is og átt möguleika á að eignast treyju sem Jón Daði Böðvarsson lék í þegar Ísland keppti við Frakkland í október 2019. Miðinn í lottóinu kostar einungis 1000 krónur og rennur öll upphæðin sem safnast í starf Ljóssins. Dregið verður 12. október. Af hverju Ljósið?

Lesa meira

28
sep
2020

Ljósið einungis opið þeim sem eiga bókað í dagskrárliði og viðtöl

Húsnæði Ljóssins er nú einungis opið þeim sem eiga bókað í dagskrárliði og viðtöl hjá fagaðilum.  Handþvottur og spritt eru kjarninn í einstaklingsbundnum sóttvörnum og við minnum því alla á að þvo hendur eða spritta þegar komið er í húsnæði Ljóssins. Við biðjum alla um að setja upp grímu við komu í Ljósið og minnum á að ef beðið er

Lesa meira

28
sep
2020

Tímar fyrir ungt fólk í tækjasal aftur á dagskrá 1. október

Föstudaginn 2. október setjum við tíma í tækjasal fyrir fólk á aldrinum 16-45 ára aftur á dagskrá. Tímarnir verða mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá klukkan 11:00-12:00. Enn er þörf á að skrá sig og er það gert í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

23
sep
2020

Uppfærsla á vef Ljóssins

Kæru vinir, Frá og með miðvikudagskvöldinu 23. september og fram á fimmtudag 24. september er unnið að uppfærslu á vef Ljóssins. Við biðjum ykkur velvirðingar ef einhverjir hnökrar verða á upplifun á vefnum. Ef einhverjar spurningar um þjónustu okkar vakna á þessum tíma og frekari upplýsinga er þörf má alltaf hafa samband við okkur í síma 561-3770.  

22
sep
2020

Veglegur styrkur frá Líknar- og hjálparsjóði Landssambands lögreglumanna

Lögreglumennirnir Baldvin Viggósson og Oddur Ólafsson færðu í dag Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd Líknar- og hjálparsjóðs Landssambands lögreglumanna. Styrkurinn mun fara í uppbyggingu útisvæðis við nýja húsið á Langholtsvegi en þar mun rísa flottur pallur með heitum potti. Til stendur að hefjast handa við framkvæmdina á næstunni. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, veitti styrknum viðtöku og gekk með Oddi og

Lesa meira

18
sep
2020

Ljósið heldur mér í virkni

Á fallegu heimili á Selfossi býr Ester Halldórsdóttir, kraftmikil þriggja barna móðir, stjúpmóðir og átta barna amma, ásamt eiginmanni sínum og hundinum Skugga. Ester er ein þeirra fjölmörgu sem sótt hefur endurhæfingu í Ljósið en hún byrjaði í þjónustu í maí 2019, þremur mánuðum eftir að hafa greinst með krabbamein í brjósti. Líkt og sögur allra okkar ljósbera, lýsir frásögn

Lesa meira

18
sep
2020

Áminning til allra sem eiga leið í Ljósið

Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19. Við minnum ljósbera, aðstandendur og aðra gesti í Ljósið á að ef beðið er eftir eigin niðurstöðum úr Covid-19 skimun eða ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur bíður eftir niðurstöðu úr skimun fyrir Covid-19, gilda reglur um sóttkví og þurfa allir

Lesa meira

15
sep
2020

40% afsláttur af mælingum á líkamssamsetningu fyrir útskrifaða þjónustuþega

Útskrifaðir þjónustuþegar Ljóssins og aðstandendur þeirra fá nú 40% afslátt af mælingu á líkamssamsetningu og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf hjá Margréti Indriðadóttur fyrrum sjúkraþjálfara og íþrótta- og heilsufræðingi í Ljósinu. Mælingar á líkamssamsetningu eru mikilvægur liður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu og hefur einstaklingsbundin ráðgjöf í tengslum við mælingarnar verið mörgum Ljósberum vegvísir að betri lífsstíl. Eftir útskrift frá Ljósinu eru mjög

Lesa meira

11
sep
2020

Leiðtogar í eigin lífi – Örnámskeið fyrir 14-17 ára í samstarfi við Dale Carnegie

Í samstarfi við Dale Carnegie bjóðum við 14-17 ára ungmenni sem greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur, velkomin á tveggja skipta námskeið 1. og 8. október. Á námskeiðinu setjum við raunhæf markmið fyrir veturinn og mótum framtíðina á okkar eigin forsendum. Við skoðum styrkleikana okkar og finnum eldmóðinn sem þarf til að ná sem mestum árangri. Við þjálfumst í

Lesa meira