Námskeið í kransagerð

Skemmtilegt og skapandi námskeið í kransagerð fer fram í Ljósinu 24. nóvember næstkomandi.

Unnið verður með bæði hurðarkansa sem og aðventukransa. Við gefum sköpunargáfunni lausan tauminn, ýmis efniviður verður á staðnum, má þar nefna t.d. flauel, greni og köngla ásamt fleiru. Nú er um að gera að koma sér í smá jólagír og eiga notalega stund í kransagerðinni og jólaundirbúningnum.

Námskeiðið er frá kl: 13 -15 og er efniskostnaður 1.700 krónur.

Skráning fer fram í móttöku Ljóssins í síma: 561-3770 og á tölvupósti: mottaka@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.