Hvernig ræðum við um krabbamein við okkar nánustu?

Við minnum á strákahittinginn á mánudaginn næsta, þann 29. nóvember kl. 11.00.

Mark og Stefán íþróttafræðingar halda utan um æfinguna í tækjasal klukkan 11.00. Að æfingu lokinni verður snæddur hádegisverður þar sem Helga Jóna, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur, stýrir umræðum og fræðslu. Hún fer yfir samskipti krabbameinsgreindra við fjölskyldur, börn og vini.

Ert þú krabbameinsgreindur karlmaður á aldrinum 18-45 ára? Kíktu á okkur.

Skráning fer fram á mottaka@ljosid.is eða í síma: 561-3770.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.