Hönnuðu kerti og seldu til styrktar Ljósinu

Fulltrúar frá Húsinu nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði komu í heimsókn til okkar í Ljósið á dögunum. Þau mættu færandi hendi með ágóða af kertasölu sem fram fór í bleikum október ásamt eintökum af kertunum. Kertin eru mikil listasmíð sem þau hanna og framleiða af hjartans lyst og kostgæfni.

Frábært framtak, og erum við hjá Ljósinu innilega þakklát fyrir stuðninginn og góða heimsókn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.