Viltu kynnast andlegu heilsulausninni Proency betur?

Fimmtudaginn 2. desember næstkomandi kl. 12.00 verður haldin vinnustofa á Zoom þar sem Sigrún Þóra Sveinsdóttir kynnir veflausnina Proency.

Proency er andleg heilsulausn með það að markmiði að gefa notendum tækifæri á að fylgjast reglulega með andlegri heilsu á sjónrænan hátt á sínu persónulega stjórnborði.

Á vinnustofunni er farið yfir með einföldum hætti hvernig forritið nýtist best, og kynnt fyrir þáttakendum þeir notkunarmöguleikar sem í boði eru.

Við hvetjum áhugasama að kynna sér þetta frábæra tól betur. Bæði þá sem eru í þjónustu hjá Ljósinu sem og nánustu aðstandendur.

Skráning á vinnustofuna fer í gegnum netfangið: mottaka@ljosid.is og í síma: 561-3770.

Mikilvægt er að senda nafn, kennitölu og netfang er bókað er í gegnum netfangið.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.