Fréttir

16
okt
2020

Hvatning frá Gyðu Rán

eftir Gyðu Rán Árnadóttur Þetta eru skrýtnir tímar sem við erum stödd á. Fyrir suma er þetta spurning um að staldra við heima hjá sér, komast ekki í vinnu vegna hópaskiptinga, geta ekki hitt vini og vandamenn, eða hreinlega að geta ekki rúntað um Smáralind og viðhaldið neyslubrjálæðinu sem á sér stað í okkar veröld í dag. En fyrir aðra

Lesa meira

13
okt
2020

Gefum okkur stund fyrir dund

eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Þegar börn dunda sér þá er það talið merki um að þeim líði vel. Þau eru upptekin í einhverju sem nær að fanga huga þeirra og gleyma stað og stund. Það getur verið hvað sem er, leikur, bók, spil eða annað. Þegar við sem fullorðin dundum okkur þá er það ekki endilega talið eins jákvætt. Okkur

Lesa meira

13
okt
2020

Ert þú að greinast með krabbamein á tímum kórónuveiru?

Höfundur ritaði þessa grein í apríl sl. Greinin á jafn vel við í dag þar sem við erum nú ennþá í miðjum faraldri og því sendum við hana út aftur. Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónuveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og

Lesa meira

12
okt
2020

Get ég aðstoðað?

eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu „Get ég aðstoðað?“. Þetta er algeng spurning frá afgreiðslufólki í verslunun og flestum finnst sjálfsagt að borin sé upp. Hvernig bregst þú við þegar ættingjar, vinir og kunningjar bera upp þessa sömu spurningu þegar þú hefur greinst með sjúkdóm? Þau segja: „Láttu mig endilega vita ef ég get gert eitthvað.“ Við í Ljósinu

Lesa meira

9
okt
2020

Ljósið heima: Dagskrá mánudagsins

Taktu þátt! Á mánudaginn hefjum við að setja efni í Facebook-hópinn Ljósið heima og hvetjum alla þjónustuþega til að skrá sig þar inn. Smelltu hér ef þú ert ekki í hópnum en vilt fá inngöngu.  Alla daga munum við bjóða upp á eitthvað fyrir líkama, sál og virkni, en hér fyrir neðan má sjá dagskrá mánudagsins.

8
okt
2020

Nú förum við í heimagírinn

Taktu þátt! Samhliða skertri þjónustu munum við aftur leggja áherslu á HEIMA endurhæfinguna okkar líkt og við gerðum í vor. Fyrsta skrefið fyrir þjónustuþega í Ljósinu er að ganga í Facebook-hópinn Ljósið heima en þar munum við setja inn æfingar, fræðslu, streymi og tengla á opna fundi í Ljósinu. Þessi hópur er einungis fyrir þjónustuþega í Ljósinu og því kjörið

Lesa meira

7
okt
2020

Viðtöl í gegnum Kara Connect

Næstu tvær vikur munu viðtöl hjá fagaðilum fara að hluta til í gegnum samskiptaforritið Kara Connect. Ef þú ferð í viðtal í gegnum Köru Connect munt þú fá boð um fundartíma frá fagaðila í pósti. Klukkustund fyrir fund færð þú svo áminningu um fundinn svo þú getir komið þér fyrir í rólegu umhverfi fyrir framan tölvuna. Til að mæta á

Lesa meira

7
okt
2020

Skert þjónusta í Ljósinu til og með 19. október

Kæru vinir, Við höldum áfram að aðlaga starfsemi Ljóssins að hertum sóttvarnarreglum. Hér fyrir neðan getið þið lesið um breytingar sem verða á starfseminni til og með mánudeginum 19. október: Viðtöl hjá iðjuþjálfum, sálfræðiráðgjafa, fjölskyldufræðingi, markþjálfum og næringarráðgjafa Einstaklingsviðtöl munu að mestu fara fram í gegnum samskiptaforritið Kara Connect en viðtöl í síma og í húsi eru möguleg. Þeir sem

Lesa meira

6
okt
2020

Starfsemi Ljóssins fellur niður miðvikudaginn 7. október

Vegna hertra sóttvarnarreglna þurfum við því miður að fella niður starfsemi í Ljósinu á morgun, miðvikudaginn 7. október, svo að starfsfólk geti undirbúið og skipulagt næstu tvær vikur. Húsið er þó opið fyrir þau sem virkilega þurfa á aðstoð okkar að halda. Við munum senda ítarlegri póst eftir hádegi á morgun um hvernig endurhæfingu og stuðningi verður háttað næstu tvær

Lesa meira

5
okt
2020

„Sorgir og sigrar“ Kötru til styrktar Ljósinu

Keramiklistakonan Katrín Gísladóttir Sedlacek, Katra, sýnir nú verk sitt Sorgir og sigrar á samsýningu sem stendur yfir í Gallery Grásteini. Verkið býður hún til sölu og mun öll upphæðin renna til Ljóssins. „Hugmyndin að þessu verki kviknaði þegar ég hugsaði um þá sem ég hef misst úr þessum hræðilega sjúkdómi en jafnframt þá sem ég þekki sem hafa sigrast á

Lesa meira