Gjafakort í starf Ljóssins undir tréð?

Áttu eftir að kaupa jólagjöfina fyrir þann sem á allt og vantar ekkert? Langar þig að gefa gjöf til góðra verka?

Ljósið býður ykkur uppá að kaupa gjöf sem sannarlega gefur áfram. Styrk í fjölskyldustarf Ljóssins eða í endurhæfingu unga fólksins okkar.

Gjafabréfin má versla á vefsíðu Ljóssins hér, en þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja sérstaklega fjölskyldustarf Ljóssins eða starf unga fólksins. Styrkupphæðin er valfrjáls. Í kjölfarið er sent gjafabréf í tölvupósti sem hægt er að prenta út.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.