Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Við fengum heimsókn frá Þórarni Gunnarssyni og Ólafi Th. Ólafssyni frá tólftu stúku Oddfellow samtakanna en hún gengur undir nafninu Skúli Fógeti. Oddfellowar hjá Skúla Fógeta stofnuðu sjóð í nafni félaga síns sem að lést úr krabbameini og var í þjónustu hjá Ljósinu. Við þökkum öllum félögum í Skúla Fógeta fyrir þeirra rausnarlega framlag.
Kæru vinir, Það verður ekki eldað í Ljósinu næstkomandi föstudag, 22.desember og því verður ekki vikulegur strákamatur. Við hvetjum ykkur samt sem áður að velja hollan og næringarríkan kost í jólafríinu. Eldhúsið opnar að nýju þegar við opnum á nýju ári þriðjudaginn 2.janúar. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Blakfélagið Álkur úr Þorlákshöfn hélt á dögunum árlegt jólamót í blaki. Mótið í ár var haldið til minningar um kæra vinkonu og blakfélaga, Sóleyju Vífilsdóttir sem lést úr baráttu við krabbamein í nóvember síðastliðnum. Hún nýtti sér þjónustu Ljóssins í sinni baráttu og þá helst landsbyggðardeildina. Því var ákveðið að allur ágóði mótsgjaldanna rynni óskiptur til Landsbyggðardeildar Ljóssins. Við þökkum
Fimmtudaginn 14. des ætlum við að vera á jólanótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla til að mæta extra jólaleg þennan dag. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit. Upp úr hádegi sláum við svo upp sannkallaðri jólagleði, hlustum á upplestur frá nemandafélagi mastersnema í ritlist, Blekfjelaginu,
Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir
Við fengum á dögunum góða heimsókn af vöskum hópi starfsmanna Íslandsbanka. Við bíðum spennt eftir þeim á hverju ári, en þau sjá um meðal annars að þrífa glugga og jólaskreyta hátt og lágt húsakynni Ljóssins. Það er alltaf sérstök stemning í húsi þegar þessi frábæri hópur mætir í hús. Sendum við hjartans þakkir til Íslandsbanka fyrir þetta frábæra framtak.
Seiglurnar eru hópur vaskra kvenna sem sigla saman, en nýverið færði hópurinn Ljósinu veglegan styrk sem safnaðist á verklegu siglinganámskeiði fyrir konur í sumar. Þessu til viðbótar söfnuðu meðlimir Seiglanna persónulega upphæðum fyrir Ljósið. Það voru þær Sigríður Ólafsdóttir, skipstóri og forsprakki Seiglanna, og Svanhildur Sigurðardóttir, Seiglumeðlimur og þjónustuþegi í Ljósinu sem færðu Ernu Magnúsdóttur styrkinn. Sigríður, eða Sigga, þekkir
Jólin nálgast og þá breytist dagskráin í Ljósinu smátt og smátt. Föstudaginn 22. desember verður enginn Strákamatur en Matti hlakkar til að taka á móti ykkur herramönnunum með bros á vör á nýju ári. Hvaða spurninga ætli hann spyrji þá?
Föstudaginn 22. desember verður eldhúsið í Ljósinu lokað. Því verður enginn hádegismatur í boði þann daginn. Daiva og allir hinir matreiðslumeistararnir okkar hlakka til að taka á móti ykkur aftur á nýju ári.