Uncategorized

24
feb
2009

Menningarferð

 Menningarferð febrúarmánaðar verður farin til Auðar Gísladóttir, sem er listamaður í steinamálun. Hún ætlar að taka á móti okkur í vinnustofu sinni sem er í kjallaranum á heimili hennar að Vallarbarði 19, Hafnarfirði, miðvikudaginn 25 febrúar kl:11.00 Við leggjum að stað frá Ljósinu kl:10.30, einnig er hægt að hitta okkur á staðnum. Vinsamlega skráið þátttöku í Ljósinu.

17
feb
2009

Fyrirlestur í Ljósinu

Frá foreldrum til foreldra Eva Yngvadóttir og Margrét Friðriksdóttir ungar mæður,  fjalla um reynslu af veikindum pabbans á heimilinu sem greindist með krabbamein Fimmtudaginn 19 febrúar kl. 13:30 Fræðslan er  skref til að vekja upp umræður um líðan barna þegar foreldri greinist með krabbamein. Fjallað verður um hvernig við getum styrkt hvert annað sem foreldrar til þess að mæta börnum

Lesa meira

12
feb
2009

Fyrirlestur í Ljósinu með Guðjóni Bergmann

  Föstudaginn 13 febrúar kl. 11:00-12:00 heldur Guðjón Bergmann fyrirlestur í Ljósinu, Langholtsvegi 43. Hann mun tala um mismunandi leiðir til að eiga við andlegan og líkamlega sársauka – ræða um það hversu miklu máli hugarfarið skiptir og hvaða áhrif það getur haft. Guðjón er Ljósberum kunnur fyrir vandaða fyrirlestra og góð sjálfstyrkingarnámskeið. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis

22
jan
2009

Nýtt fyrir karlmenn

Smelltu á myndina til að skoða betur, opnast í pdf.

18
jan
2009

Matarklúbbur Ljóssins

  Miðvikudaginn 21. janúar ætlum við að byrja með matarklúbbin okkar, sem við köllum matur og næring. Við ætlum bæði að elda eitthvað skemmtilegt og spennandi saman, einnig verðum við með fræðslu um mataræði og næringu.  Við munum fá til okkar fólk með ýmsa góða fræðslu og kennslu í næringarfræðum og einnig í hollri matargerð. Matarklúbburinn ætlar að hittast fyrsta

Lesa meira

18
jan
2009

Steinamálun

Minnum á að námskeiðið í steinamálun, byrjar á morgunn mánudag 19.janúar kl:13.00. Við erum með allt efni á staðnum, en ef þið eigið steina sem ykkur langar að mála þá endilega komið með þá.   Auður Gísladóttir steinalistakona kemur og kennir okkur og sýnir steina sem hún framleiðir og selur í búðum. (Margir þekkja steinana hennar en það eru lopapeysukarlar,

Lesa meira

16
jan
2009

Fullorðnir aðstandendur

Námskeið fyrir fullorðna aðstandendur sem eiga fjölskyldu eða ættinga sem hefur greinst með krabbamein Námskeiðið hefst fimmtudaginn 12 febrúar.   Við bjóðum nú uppá 8 vikna námskeið fyrir aðstandendur.  Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og fólk mælir með þeim.   Námskeiðið er ókeypis. Skráning fer fram hjá starfsfólki Ljóssins síma 5613770

16
jan
2009

Ný námskeið

         Smellið á myndina til að skoða betur. (opnast sem pdf)

15
jan
2009

Ný stundaskrá

Nýja stundaskráin okkar er loksins komin á netið  tilbúin til útprentunar. Það ættu flestallir að finna eitthvað við sitt hæfi, þá er bara að drífa sig á stað til okkar, hlökkum til að sjá ykkur. Nýja stundaskráin er hér

12
jan
2009

Heilsuefling

  Heilsuefling                  Spennandi fræðslutímar  um heilsu og lífsstíl. Námskeiðið byrjar 2. febrúar og eru skipulagðir fræðslutímar út mars. Markmið: Kynntar verða ýmsar hugmyndir, kenningar og  vangaveltur um heilsu. Kynning á hvernig takast á við breytingar í lífinu, lífsviðhorf rætt, sjálfstraust, geðorðin 10 tekin fyrir, markmiðssetning og óskaspjöld, auk þess sem bjargráð verða í brennidepli. Hvert umræðuefni verður kynnt í byrjun

Lesa meira