Fullorðnir aðstandendur

Námskeið fyrir fullorðna aðstandendur sem eiga fjölskyldu eða ættinga sem hefur greinst með krabbamein

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 12 febrúar.

 

Við bjóðum nú uppá 8 vikna námskeið fyrir aðstandendur.  Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og fólk mælir með þeim.

 

Námskeiðið er ókeypis.

Skráning fer fram hjá starfsfólki Ljóssins síma 5613770

Námskeiðið er á fimmtudögum kl: 20:00-21:30.

Umsjónarmenn verða: Magnes B. Jónsdóttir sálfræðingur,

Rósa Kristjánsdóttir djákni og Svanhvít Í. Hálfdánardóttir hjúkrunarfræðingur

Farið er í gegnum hvernig er að takast á við áföll sem gerist í fjölskyldum við veikindi, reynslusögu sjúklings.  Talað um virka hlustun, tjáningu, ágreining, kvíða, efling lífsgæða og stuðning við fjölskyldur

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.