Fréttir

30
ágú
2019

Rabbfundur hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins – Stofnun stuðningshóps

Rabbfundur um stofnun stuðningshóps fyrir fólk sem greinst hefur með eitlakrabbamein mun fara fram hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins fimmtudaginn 5. september milli 16:30 – 18:00. Signý Vala Sveinsdóttir sérfræðingur í blóðkrabbameinum flytur erindi ásamt Höllu Grétarsdóttur sérfræðingi í hjúkrun. Kannaður verður áhugi þátttakenda á því að stofna stuðningshóp þar sem markmiðið er að hittast reglulega, bjóða upp á fræðslu og nýta

Lesa meira

30
ágú
2019

Mikilvæg skilaboð varðandi líkamlega endurhæfingu í Ljósinu

Ný stundatafla Ljóssins hefur nú verið gefin út. Við biðjum ykkur að athuga breytingar á ýmsum tímum, skoða nýjungar og gefa nýju innritunarferli í líkamlega endurhæfingu Ljóssins gaum. Breytt innritunarferli í líkamlega endurhæfingu í Ljósinu: Óski fólk eftir að nýta sér hreyfingaúrræði þarf það að skrá sig í hópa hjá þjálfurum. Það er gert til að þjálfarateymið geti betur haldið

Lesa meira

28
ágú
2019

Maraþonþakkir frá Ljósinu

Kæru vinir, Nú er liðin tæp vika frá því Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og við starfsfólkið erum smátt og smátt að komast aftur niður á jörðina eftir hlaupagleðina sem hjá okkur hefur ríkt. Undirbúningurinn í ár hófst þegar hlaupahópurinn okkar hljóp vikulega um Laugardalinn og þegar líða tók á sumarið sáum við að á hverjum degi bættist fólk við í hópinn okkar

Lesa meira

22
ágú
2019

Lukkan mun leika við nýja Ljósavini á Fit and Run

Vertu Ljósavinur á meðan skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons stendur yfir og lukkan gæti leikið við þig! Hlaupagleðin er við völd í Ljósinu þessa dagana og að því tilefni munu nokkrir nýskráðir Ljósavinir fá skemmtilega vinninga frá samstarfsaðilum Ljóssins. Þeir sem ekki komast á hátíðina en skrá sig á meðan hún stendur yfir komast líka í pottinn. Hér má skrá sig sem mánaðarlegan

Lesa meira

20
ágú
2019

Maraþon – Ný klappstöð Ljóssins við Naustabryggju

Mörg ykkar hafa eflaust heyrt okkur minnast á að í ár bjóðum við ykkur að hvetja með okkur á tveimur stöðum í Reykjavíkurmaraþoninu. Auk okkar föstu viðveru við JL húsið munum við blása til veislu við Naustabryggju sem er ný hlaupaleið í Reykjavíkurmaraþoni. Þar ætlum við að hækka í græjunum, mæta með hrossabrestina, pottana og pönnurnar, og tryggja það að allir þeir

Lesa meira

20
ágú
2019

Mikil gleði á árlegri pastaveislu Ljóssins

Það var glatt á hjalla hjá okkur í gær þegar árlega pastaveislan okkar fór fram á Langholtsveginum en þar buðum við uppá pastasalat og fræðandi fyrirlestur fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Gunnar Ármannsson ræddi við okkur um hlaup og krabbamein en sjálfur greindist hann með ólæknandi blóðkrabbamein 38 ára gamall. Auk þess að segja

Lesa meira

20
ágú
2019

Gjöf til minningar um móður og systur

Hildur Hrönn Oddsdóttir og Sigurður Þórir Þorsteinsson komu mánudaginn 19. ágúst og afhentu Ljósinu gjöf til minningar um systur og móður Hildar Hrannar. Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, veitti gjöfinni viðtöku. Við sendum ykkur okkar allra bestu og björtustu þakkir.

19
ágú
2019

Demantar færðu Ljósinu gjöf

Föstudaginn 16. ágúst fengum við skemmtilega heimsókn til okkar á Langholtsveginn þegar vinkonuhópurinn Demantarnir afhentu Ljósinu minningargjöf í nafni heiðurs-demantsins Fanneyjar Eiríksdóttur. Við sendum öllum hópnum okkar dýpstu hjartansþakkir en hér má sjá Ernu Magnúsdóttur, fostöðumann Ljóssins, veita gjöfinni viðtöku.

15
ágú
2019

Allt um Ljósið og Reykjavíkurmaraþon 2019

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþon fer fram laugardaginn  24. ágúst. Rétt tæplega 300 manns eru nú skráðir til leiks í nafni Ljóssins og með hverri mínútunni bætast við krónur í söfnunina. Við erum innilega þakklát öllum þeim sem hlaupa, styrkja með áheitum, verða í klappliðinu eða styðja við fólkið okkar með öðrum hætti. Vikan framundan

Lesa meira

15
ágú
2019

Ljósið á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons í Laugardalshöll

Ljósið mun taka þátt í Fit and Run, skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons sem fer fram í Laugardalshöll í vikunni fyrir Reykjavíkurmaraþon. Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og hafa ekki tök á því að mæta í pastaveisluna okkar mánudaginn 19. ágúst, og fá þar íþróttaboli merkta Ljósinu, að koma við á básnum okkar á sýningunni. Hægt er að skoða hvar

Lesa meira