Líkamleg endurhæfing í Ljósinu

Starfsemi líkamlegrar endurhæfingar í Ljósinu heldur áfram með takmörkunum næstu vikurnar. Við föllum undir sömu skilyrði og aðrar sjúkraþjálfunarstöðvar, gætum ýtrustu varkárni í sóttvörnum auk fjöldatakmarkana.

Skjólstæðingum sem hafa fengið tækjakennslu hjá þjálfurum Ljóssins stendur til boða að bóka tíma í tækjasal (hámark 5 í einu). Skylda er að hafa grímu, hvert tæki er sótthreinsað eftir notkun og allir helstu snertifletir í húsinu sprittaðir milli bókaðra tíma.

Einnig bjóðum við nú upp á að þeir sem eru skráðir í þjónustu hjá Ljósinu geta haft samband og bókað sig í göngu með þjálfara (hámark 4 í einu) og léttar æfingar utandyra ef óskað er.

Öllum er velkomið að hafa samband við þjálfara til að fá ráðleggingar og hvatningu. Við leggjum einnig áherslu á mikilvægi þess að þeir sem hafa gengist undir brjóstaaðgerð hafi samband við þjálfara til að fá leiðbeiningar og fræðslu vegna endurhæfingar, hvort sem viðkomandi hefur áður hitt þjálfara eða ekki.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.