Fréttir

7
nóv
2019

Maðurinn á bakvið Ljósafossinn: Fjallasteini deilir með okkur nokkrum molum

Í ár ætlum við að lýsa upp Esjuna í 10. skiptið og vekja þannig athygli á mikilvægi endurhæfingar fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Okkur finnst ótrúlegt að horfa til baka og vera minnt á hvað fólk getur áorkað miklu ef viljinn er fyrir hendi en það birtist ekki bara í endurhæfingunni okkar heldur einnig í viðburði eins og þessum.

Lesa meira

5
nóv
2019

Börn Olgu færðu Ljósinu verk hennar að gjöf

Í gær fengum við virkilega skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Gísli Snær, Stefán Sævar og Sóley Diljá, börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur, færðu Ljósinu formlega hönnun sem hefur verið í sölu hjá Ljósinu frá því í lok sumars. Olga, sem var hæfileikaríkur Ljósberi, sótti margvíslega þjónustu í Ljósið eftir að hún og fjölskylda hennar fluttu heim frá Svíþjóð. Skemmtilegast þótti Olgu

Lesa meira

31
okt
2019

Bucilla í Ljósinu á föstudögum

Gleðin við að skapa fallegt handverk með nál og þráð er ótvíræð og því ætlum við að fá Ragnheiði Jósúadóttur til að leiðbeina í bucilla samhliða prjóni og hekli alla föstudaga frá og með 8. nóvember fram að jólafríi. Hvort sem þú sért byrjandi eða þaulvanur Buchilla, er tilvalið að koma og eiga skemmtilega stund með okkur.

31
okt
2019

Jólahandverk Ljóssins – Pakkamiðar og pakkaskraut

Fimmtudagana 14. nóvember og 5. desember milli 9:00-12:00 verður Jólahandverk Ljóssins á sínum stað og verða þá settir saman pakkamiðar og pakkaskraut. Mótað verður fallegt pakkaskraut úr piparkökuleir og Tobba mun leiða hópinn í gegnum hvernig er hægt að gera flotta pakkamiða. Ef fólk er búið að velja sér jólapappír er sniðugt að koma með hann með sér til þess

Lesa meira

31
okt
2019

Jólahandverk Ljóssins – Málaðu þitt eigið keramik jólatré

Fimmtudagana 21. og 28. nóvember verða máluð vönduð keramik jólatré hér í Ljósinu. Nauðsynlegt er að skrá sig í þetta handverk fyrir 15. nóvember. Trén koma í tveimur stærðum og fást keypt hjá okkur í móttökunni. Margir litir af akríl í boði svo þátttakendur geta látið ímyndunaraflið fá lausan tauminn. – Lítið keramik tré 3500 krónur – Stórt tré 4000

Lesa meira

29
okt
2019

Aðventukvöld Ljóssins 2019

Kæru vinir, Senn líður að jólum og því höldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins miðvikudaginn 27. nóvember klukkan 19:30. Á jólakvöldinu hittast ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins og eiga saman notalega stund. Sem áður verður spennandi dagskrá: Óskar Guðmundsson les úr nýjustu bók sinni Boðorðin Guðrún Árný mun syngja nokkur jólalög Handverkssalan verður á sínum stað Girnilegar veitingar í boði Við

Lesa meira

29
okt
2019

Bergmál með sultu- og jólakortasölu í Ljósinu 19. nóvember

Þriðjudaginn 19. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum.  Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í

Lesa meira

29
okt
2019

Ljósafoss í áratug – Göngum saman 16. nóvember 2019

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 16. nóvember næstkomandi. Í ár fögnum við 10 ára afmæli Esjuævintýranna okkar og ætlum því að hafa enn meira húllumhæ áður en við förum í fjallið. Eins og alltaf hittumst við við Esjustofu og við byrjum að hita upp klukkan 15:00 þegar Ari Eldjárn stígur á svið og lætur

Lesa meira

28
okt
2019

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa selur kort til styrktar Ljósinu

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa mun í ár selja falleg jólakort til styrktar Ljósinu.  Í morgun litu fulltrúar Oddfellowa við í Ljósinu með fyrstu prentun af jólakortunum sem verða til sölu í móttöku Ljóssins og í vefverslun Ljóssins. Kortin eru seld 10 saman í pakka ásamt umslögum. Hver pakki kostar 2000 krónur  og rennur upphæðin óskipt til Ljóssins. Myndin á kortinu

Lesa meira

25
okt
2019

Færði Ljósinu gjöf í tilefni 90 ára afmælis síns

Síðastliðinn þriðjudag leit Sesselja Sigurðardóttir við hjá okkur í Ljósinu og afhenti rausnarlega peningagjöf sem vinir og ættingjar hennar lögðu til  þegar hún hélt upp á 90 ára afmælið sitt nýverið. Sesselja þekkir vel til starfs Ljóssins en til okkar hafa nánir fjölskyldumeðlimir hennar sótt þjónustu. Það var mikið fagnað í myndlistinni, sem þá var í gangi í salnum, þegar

Lesa meira