Myndbandskynning á starfsemi Ljóssins

Nú þegar fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla eru í gildi bjóðum við upp á kynningarfund í myndbandsformi. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, fer þar yfir starfssemina eins og hún er í þriðju bylgju Covid.

Smelltu hér til að hlusta á rétt rúmlega 6 mínútna kynningu á starfsemi Ljóssins.

Athugið að við tökum enn á móti einstaklingum á kynningarfundi á þriðjudögum klukkan 11:00. Grímuskylda er í húsi og öllum gert að sótthreinsa hendur. Öll rými Ljóssins eru sótthreinsuð reglulega yfir daginn.

Á miðvikudögum bjóðum við fólk á aldrinum 16-45 ára sérstaklega velkomin á kynningarfund klukkan 11:00.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.