Fréttir

5
mar
2025

Stuðningur fyrir aðstandendur

Krabbameinsgreining snertir alla í fjölskyldunni. Til að auðvelda samtal og veita stuðning innan fjölskyldunnar býður Ljósið upp á dagskrárliði þar sem aðstandendur geta speglað sig í reynslu annarra, fengið fræðslu og unnið með eigin líðan í öruggu umhverfi. Hvort sem þú vilt styrkja samtalið á heimilinu eða efla jafnvægi hjá yngri aðstandendum, þá eru þessir dagskrárliðir hannaðir til að mæta þörfum

Lesa meira

28
feb
2025

Nokkur sæti í boði á fjáröflunarkvöld Ljóssins

Kæru vinir Við viljum deila með ykkur einstökum viðburði sem Ljósið fékk tækifæri til að láta verða að veruleika. Þökk sé Hilton Reykjavík Nordica, Kjarnafæði, Innnes, Garra, Norðanfisk og MS er nú blásið til glæsilegs fjáröflunarkvöldverðar sem fer fram 7. mars næstkomandi klukkan 19:00. Þar munu fyrirtæki og velunnarar koma saman til að njóta kvölds með dýrindis mat, frábærri skemmtidagskrá

Lesa meira

27
feb
2025

Eftir aðgerð á brjósti – Fræðsluerindi & kynning á stoðvörum

Hvað gerist eftir brjóstaaðgerð? Hvernig er hægt að stuðla að betri hreyfigetu og vellíðan? Fimmtudaginn 13. mars kl. 10:00 – 12:00 býður Ljósið upp á fræðslu og kynningu á stoðvörum fyrir þau sem hafa gengist undir aðgerð á brjósti vegna brjóstakrabbameins eða eiga eftir að fara í slíka aðgerð. 📅 Dagsetning: Fimmtudaginn 13. mars⏰ Tími: kl. 10:00 – 12:00📍 Staðsetning:

Lesa meira

26
feb
2025

POP UP: Yin Yoga og bandvefslosun með Erlu og Fríðu

Ljúf stund fyrir líkama og sál Föstudaginn 14. mars verða Erla og Fríða, þjálfarar Ljóssins með einstaka pop-up tíma í Yin Yoga og bandvefslosun. Þetta er frábært tækifæri til að gefa líkamanum kærkomna mýkt, róa hugann og sleppa takinu á spennu og stirðleika. 📅 Dagsetning: 14. mars⏰ Tímar: kl. 9:00 og 10:30 (70 mínútur hvor)📍 Staðsetning: Græni salurinn í Ljósinu ✨

Lesa meira

26
feb
2025

Konur 46 ára og eldri hittast

Þann 4. mars ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ kl. 13:00. Við fáum leiðsögn um hönnunarsafnið og förum á kaffihús Te og kaffi á eftir. Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur!  Skráning í móttöku Ljóssins til 3. mars.    

25
feb
2025

Ókeypis sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni í Ljósinu

Það er ekki einfalt fyrir ungmenni að eiga náinn aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Oft finna þau fyrir óöryggi, depurð og kvíða, en vita ekki alltaf hvernig þau geta tekist á við þessar tilfinningar. Í Ljósinu viljum við styðja fjölskyldur sem glíma við slíkar aðstæður og bjóðum því upp á einstakt námskeið fyrir aðstandendur á aldrinum 14-17 ára. Þar

Lesa meira

18
feb
2025

Lífið tók u-beygju hjá öllum í fjölskyldunni

Þegar Guðlaug Ragnarsdóttir greindist með brjóstakrabbamein aðeins 43 ára gömul tók lífið skyndilega u-beygju. Hún lýsir því sem áfalli að fara úr því að vera heilbrigð í blóma lífsins yfir í að vera krabbameinssjúklingur á örfáum dögum. En hún lærði að takast á við þetta nýja líf – ekki bara fyrir sig, líka fyrir fjölskylduna sína. „Það að greinast með

Lesa meira

6
feb
2025

Ný hugsun í heilbrigðisþjónustu – Ljósið lýsir leiðina

Höfundur: Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins Með því að innleiða nýja hugsun í heilbrigðisþjónustu, þar sem andleg og félagsleg heilsa fá jafna athygli og líkamleg heilsa, er hægt að styðja skjólstæðinga betur í þeirra bataferli. Iðjuþjálfun spilar lykilhlutverk í þessari þróun og Ljósið hefur sýnt fram á hversu mikilvæg sú nálgun er fyrir þá sem glíma við afleiðingar krabbameins. Þegar einstaklingur

Lesa meira

6
feb
2025

Opnum aftur í fyrramálið

Kæru vinir, Við vonum að þið séuð að hafa það notalegt innandyra í hvassviðrinu sem nú gengur yfir landið. Á morgun, föstudaginn 7. febrúar opnum við aftur klukkan 8.30 eins og vanalega. Þó minnum við á að á föstudögum er styttri lokun og við lokum klukkan 14:00. Góðar stundir í dag! Starfsfólk Ljóssins

5
feb
2025

Tilkynning um lokanir í Ljósinu vegna veðurs

Kæru vinir, Gefin hefur verið út veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu frá klukkan 12:00 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar. Einnig verður lokað á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Fyrir þau sem bókuð eru í viðtöl

Lesa meira