Kæru vinir, Í dag 8. maí klukkan 15:30, hrindum við af stað vitundarvakningu. Markmiðið með þessari herferð er að vekja athygli á starfi Ljóssins og safna samhliða fleiri mánaðarlegum Ljósavinum til að styðja við starfið. Það er okkur mikill heiður að Eliza Reid, forsetafrú, mun formlega hrinda herferðinni af stað en það væri okkur sönn ánægja ef þið sæjuð ykkur
Aðalfundur Ljóssins verður haldinn mánudaginn 13. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins
Alla miðvikudaga í maí ætlum við að búa til fallegar heklaðar körfur undir leiðsögn frábærra leiðbeinenda hér í Ljósinu. Ljósið styrkir veglega svo að kennsla og efniskostnaður er einungis 1000 krónur. Körfurnar eru skemmtilegt og töff handverk sem hægt er að nota á margvíslega vegu heimafyrir. Við hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudögum í maí frá 9:30-13:30
Á hverjum miðvikudegi leiðir Birna Markúsdóttir, íþróttafræðingur og hláturmildasti starfsmaður Ljóssins, stóran hóp ljósbera sem eru með grænt ljós frá sínum lækni út í náttúruna í leit að ævintýrum. Við fengum Birnu til að setjast niður í smá stund og segja okkur frá þessum skemmtilega hópi. Afhverju ætti fólk að koma í útivistina? „Af því þú færð orku úr útivist!
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og því fer vinsæli skokkhópur Ljóssins fari aftur af stað þriðjudaginn 14. maí klukkan 17:00 Æft verður í Laugardalnum og hittist hópurinn fyrir framan Skautahöllina alla þriðjudaga fram að Reykjavíkurmaraþoni. Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum að byggja upp
Kæru vinir, ljósberar, aðstandendur og annað velgjörðarfólk Ljóssins, Apríl hefur allar götur frá árinu 2006 verið mánuður Ljósavina hjá okkur í Ljósinu. Með hjálp Ljósavina hafa markmið Ljóssins um að bæta lífsgæði fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þeirra orðið að veruleika. Mörg ykkar sem fáið þennan póst eruð nú þegar Ljósavinir, það er ómetanlegt og við erum innilega
Í lok mars kíkti Virpi Jokinen, skipuleggjandi og eigandi Á réttri hillu til okkar í Ljósið. Virpi, sem margir vilja meina að sé hin íslenska Marie Kondo, hélt frábæran fyrirlestur þar sem hún sló á létta strengi, sagði frá sjálfri sér og hvernig það kom til að hún umbreyttist í fyrsta íslenska vottaða skipuleggjandann (e. Professional Organizer) og auðvitað um
Fram að páskum bjóðum við ljósberum upp á skemmtilegt námskeið í náttúrulitun á eggjum. Námskeiðið verður tvo miðvikudaga, 10. apríl og 17. apríl klukkan 10:00 – 12:30. Allt til litunarinnar verður staðnum, en ef þú (eða frúin) átt ónýtar þunnar nælonsokka eða sokkabuxur þá má endilega koma með það. 1000 krónur fyrir efnisgjaldi. Við hlökkum til að sjá ykkur sem
Ungir frumkvöðlar úr Verslunarskóla Íslands hanna, framleiða og selja kerti til styrktar Ljósinu. Kertin verða til sölu á Vörumessu í Smáralind föstudaginn 5. apríl. Undanfarna mánuði hafa ungmenni í framhaldsskólum landsins setið áfanga í frumkvöðlafræðum. Í Verslunarskóla Íslands tóku 6 ungmenni sig saman og stofnuðu fyrirtækið Glyttu, sem selur náttúruvæn ilmkerti til styrktar Ljósinu. Hópurinn, sem samanstendur af Hönnu Björt,
Það eru margir hæfileikaríkir einstaklingar sem sækja þjónustu til okkar í Ljósið. Ólafur Óskar Jónsson er einn þeirra en í áraraðir hefur ljósmyndun verið eitt helsta áhugamál hans. Í vikunni tók hann sér pásu frá fluguhnýtingum, sem voru í gangi í handverkssal Ljóssins, og spjallaði við okkur um verkin sín, lífið og ljósmyndaáhugann. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun