Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons 2019

Það var kátt á hjalla í gær þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íslandsbanki buðu góðgerðafélögum og öðru góðu fólki í létta uppskeruhátíð í kjölfar Reykjavíkurmaraþons 2019.

Frá Ljósinu mættu Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður, og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, til þess að taka móti viðurkenningu en Ljósið safnaði mest allra félaga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019. Lokaupphæðin, þegar einnig höfðu verið taldar til styrktargreiðslur erlendra þátttakenda í hlaupinu sem og upphæðir frá Leikarafjölskyldunni sem gaf laun sín við gerð auglýsingaefnis fyrir hlaupið til góðgerðarfélaga, var 15.007.293 krónur.

Að auki þá hlaut Ljósið 100.000 krónur í sérstök útdráttarverðlaun fyrir hvatningarstöð sína á maraþonbrautinni í Naustabryggju. Við viljum senda sérstakar þakkir til allra íbúa í Bryggjuhverfinu sem tóku okkur opnum örmum á maraþondaginn, komu út að hvetja með okkur og auðvitað sýndu biðlund við hlaupabrautina (enda urðu talsverðar umferðatafir inn og út úr hverfinu). Þið eruð öll alveg dásamleg.

Í ár var í fyrsta skipti hægt að stofna fyrirtækjahópa á hlaupastyrkur.is og það gladdi okkur ómælt mikið að sá fyrirtækjahópur sem safnaði mestu var Deloitte sem hljóp og safnaði fyrir Ljósið.

Við sendum svo enn og aftur öllum þeim sem hlupu, hvöttu og styrktu sitt fólk og Ljósið á Hlaupastyrk.

Við endum þetta með nokkrum myndum frá uppskeruhátíðinni.

Ævar Ólafsson frá Deloitte tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækjahópsins. // Mynd – Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Fulltrúar góðgerðarfélaga og einstaklingar með Birnu Einarsdóttir bankastjóra Íslandsbanka og starfsfólki Íþróttabandalags Reykjavíkur. // Mynd – Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Erna Magnúsdóttir var glöð í bragði þegar hún tók á móti viðurkenningu fyrir söfnunarupphæð Ljóssins á hlaupastyrk.is // Mynd – Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins og Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþons með bros á vör. // Mynd – Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.