Fyrirlestur um vegan heilsu í Ljósinu

Kæru vinir,

Föstudaginn 4. október mun Elín Skúladóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar Vegan heilsa , koma til okkar í Ljósið með fyrirlestur um sama efni. Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð en samhliða því lagðist Elín í rannsóknir um vegan fæði. Elín mun segja sína sögu um breytingu hennar og fjölskyldunnar yfir í vegan fæði og varpa ljósi á önnur umfjöllunarefni ráðstefnunar.

Við hvetjum ykkur öll til að koma við í Ljósinu föstudaginn 4. október klukkan 11:00 og hlusta á þetta áhugaverða erindi.

– – – –

Heilsuráðstefnan Vegan heilsa verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019 og rennur allur ágóði ráðstefnunnar til Ljóssins.

Allar nánari upplýsingar og miðakaup eru á heimasíðu ráðstefnunnar www.veganheilsa.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.