Kæru vinir, Í gær hrintum við af stað Ljósavinaherferð með það að markmiði að stækka hóp Ljósavina svo að við getum áfram tryggt endurgjaldslausa endurhæfingu krabbameinsgreindra í Ljósinu. Við vonum að þið séuð öll nú þegar búin að skrá ykkur sem Ljósavini en ef ekki þá er það gert í nokkrum einföldum skrefum á vefnum okkar hér. Ef ykkur vantar
Í dag hrintum við af stað nýrri og glæsilegri Ljósavinaherferð. Heiti herferðarinnar lífið í nýju ljósi vísar í það þegar veruleika fólks er snúið á hvolf, þá eru það hversdagslegu hlutirnir sem margir sakna. Það má því segja að einstaklingar sem greinast með krabbamein sjái lífið í nýju ljósi. Frú Eliza Reid er verndari herferðarinnar og ýtti henni úr vör
Í haust bjóðum við uppá nýjan stafrænan dagskrárlið í Ljósinu. Fræðslufundirnir fara fram á ZOOM, og hentar sérstaklega vel þeim sem ekki hafa tök á að sækja Ljósið heim. Fræðslan hentar bæði þeim sem eru að hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu Í hverjum mánuði verður að finna nýtt þema en í september er yfirskriftið Lífstílll
Haustvindarnir blása í Ljósinu líkt og annarsstaðar á landinu og nú er stundaskráin komin í septemberbúning. Dagskráin framundan er stútfull af námskeiðum, fræðslu, handverki, hópum og hreyfingu. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrárliðina á vefnum okkar. Einnig bendum við á þá nýjung að rafræn skráning er í boði fyrir suma dagskrárliði Ljóssins. Hér getur þú skoðað stundaskrá Ljóssins
Vissir þú að þú getur gengið 3 kílómetra eða 1,7 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni og safnað áheitum fyrir Ljósið? Skemmtiskokkið hentar öllum aldurshópum og algengt er að fjölskyldur og vinahópar hlaupi saman. Hægt er að velja 3 km og 1,7 km og leiðin er í hjarta miðborgarinnar: Skráning fer fram hér! Við hvetjum alla, sama hvort þau séu í hlaupaformi eða
Það má segja að undanfarin misseri hafi komið upp sannkallað hundaæði í starfsmannahóp Ljóssins. Umræður við kaffivélina og í hádegismatnum snúast nú hjá mörgum um allt það sem við kemur besta vin mannsins, og því er við því að búast að þjónustuþegar detti í samtal við okkur um allt frá gönguleiðum og í stefnur í hundauppeldi. Okkur fannst því kjörið
Heilsunudd er ótvíræður kostur fyrir þá sem greinast með krabbamein. Í Ljósinu bjóðum við því þjónustuþegum að bóka heilsunudd á hagstæðu verði. Vegna mikillar eftirspurnar leitum við af afleysingu yfir sumarmánuðina. Helstu verkefni og ábyrgð • Undirbúningur nuddaðstöðu fyrir, á eftir og milli meðferða • Heilsunudd Hæfniskröfur • Vinalegt viðmót • Sjálfstæði, áreiðanleiki og stundvísi • Menntun og reynsla af
Við minnum alla á að þegar verið er að breyta eða afbóka tíma í Ljósinu skal haft samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á mottaka@ljosid.is. Þannig komast skilaboði hratt og örugglega á réttan stað. Kærleikskveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Það er fátt sem okkur finnst skemmtilegra en að fagna afmælum hjá öllu okkar fólki. Í síðustu viku varð formaður stjórnar Ljóssins, Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur, fimmtug og sendum við öll henni okkar allra mestu hamingjuóskir! Til hamingju elsku Mjöll!
Golfmót fyrir karla í Ljósinu fór fram þriðjudaginn 7. júní í Kiðjabergi. Veðrið lék við keppendur allan daginn svo úr varð ekki einungis spennandi mót heldur einnig frábær útivist í virkilega fallegu umhverfi. Golfklúbburinn í Kiðjabergi bauð upp á rjúkandi góða súpu áður en haldið var út á völlinn sem óhætt er að segja að sé einstaklega vel við haldinn