Solla

26
apr
2022

Flughnýtingar og flugukast

Í maí bjóðum við upp á spennandi námskeið sem blandar saman kennslu í fluguhnýtingum og kennslu í flugukasti. Við byrjum á að læra að hnýta flugur hjá miklum reynsluboltum fimmtudagana 5. og 12.maí. Þar verður einnig kynnt spennandi nýjung sem ber heitir Reel Recovery og er sérsniðin að karlmönnum með krabbamein. Í kjölfarið verður haldið í Vífilsstaðavatn þar sem kennt

Lesa meira

25
apr
2022

Euro zumba tími í Ljósinu 6. maí

Pop-up Evróvision tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins föstudaginn 6. maí klukkan 12:30. Kennarinn er enginn annar en Flosi Jón Ófeigsson, zumba kennari og Eurovision aðdáandi og fráfarandi formaður FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Við lofum einföldum sporum, stuði og bullandi euro-hressleika. Ekki láta þig vanta. Skráning er hafin í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með

Lesa meira

25
apr
2022

Golfmót fyrir karlmenn í Ljósinu 7. júní

Þriðjudaginn 7. júní stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Mótið er opið öllum sem hafa einhverja reynslu af golfi, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum. Ekkert þátttökugjald er í mótið og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu. Jafnframt býður klúbburinn afnot af golfbílum

Lesa meira

20
apr
2022

Fyrirlestur um líkamlega endurhæfingu eftir aðgerð vegna brjóstakrabbameins

Fræðslufyrirlestur fyrir alla sem hafa undirgengist skurð vegna brjóstakrabbameins eða eru á leið í skurðaðgerð verður haldinn í æfingasal Ljóssins miðvikudaginn 4. maí kl. 14:00. Farið verður yfir helstu fylgikvilla sem geta komið upp eftir aðgerð og hvaða hlutverk hreyfing spilar í lífi einstaklinga eftir aðgerð, einnig verður farið yfir áhrif brjóstakrabbameins á bandvef, eitlakerfi ofl. Fyrirlesarar eru Gyða Rán

Lesa meira

12
apr
2022

Opnunartími Ljóssins um páskana

Kæru vinir, Ljósið er lokað um páskana sem hér segir: Fimmtudagurinn 14. apríl – skírdagur – lokað Föstudagurinn 15. apríl – föstudagurinn langi – lokað Mánudagurinn 18. apríl – annar í páskum – lokað Hafið það gott yfir hátíðirnar. Gleðilega páska.

31
mar
2022

Aðstandendanámskeið hefst 5. apríl á Zoom

Námskeið fyrir fullorðna aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein hefst þriðjudaginn 5. apríl. Á námskeiðinu er skapaður vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið er samsett af umræðum, fræðslu og léttum slökunaræfingum. Mikilvægt er að skapa traust og

Lesa meira

30
mar
2022

Keyrum á málin – Matti og Egill Þór

„Þetta er örugglega góð saga, margt hægt að læra af henni“ segir Egill Þór Jónsson glaðbeittur þegar hann skellti sér á rúntinn með Matta Osvald, heilsufræðingi og markþjálfa í Ljósinu, í fyrsta þætti af Keyrum á málin. Við kynnum glöð til leiks nýjan lið í Ljósinu, þar sem við fáum að skyggnast inn heim okkar fólks. Fókusinn verður á allt

Lesa meira

22
mar
2022

Zumba tími í Ljósinu 6. apríl

Nú ryðjum við tækjunum til hliðar, hækkum í græjunum og tökum sporið. Pop-up tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins miðvikudaginn 6. apríl klukkan 14:30. Zumba er danstími þar sem stuð og suðræn stemning er allsráðandi. Tími fyrir alla sem elska að dansa þar sem sporin eru mjög einföld. Þú gleymir þér í stuði og stemningu. Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur

Lesa meira

21
mar
2022

Ljósið hlýtur Bjartsýnisverðlaun Framsóknar

Ljósið hlaut um liðna helgi bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins fyrir framlag sitt til endurhæfingar krabbameinsgreindra. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, veitti verðlaununum viðtöku fyrir fullu húsi og við mikið lófatak. Það var Sigurður Ingi, Innviðaráðherra, sem veitti Ernu verðlaunin og fór þar fögrum orðum um miðstöðina og það starf sem þar fer fram. Erna þakkaði fyrir þann stuðning sem málstaður krabbameinsgreindra hefur hlotið

Lesa meira

17
mar
2022

Ganga fellur niður í dag

Kæru vinir, Ljósið er opið í dag, en vegna veðurs fellur gangan niður. Við hvetjum ykkur til að fara varlega í þessari leiðinda færð.