Í dag færði Hulda Petersen Ljósinu veglegan styrk í tilefni 80 ára afmælis síns síðastliðið haust, en í stað þess að þiggja gjafir bað hún fólk um framlög til Ljóssins. Með í för var dóttir Huldu, Guðný Þorsteinsdóttir, sem hefur í gegnum árin nýtt sér fræðslu og stuðning fyrir aðstandendur í Ljósinu. Þær mæðgur eru sammála um að mikilvægi Ljóssins
Kæru vinir, Við bendum öllum þeim leið eiga á Langholtsveginn að mikil hálka er á bílaplani Ljóssins. Beðið er eftir að planið sé sandað. Við biðjum alla um að fara extra varlega. Passið ykkur líka á furðuverum sem eru á sveimi vegna Öskudags. Öllum kærvelkomið að taka þátt í eigin gervi.
Vilt þú læra að tálga þinn eigin fugl? Í næstu viku hefst nýtt námskeið þar sem Bjarni listamaður í tálgun og útskurði mun kenna þátttakendum að tálga sinn eiginn fugl. Á þessu námskeiði öðlast þú færni til þess að móta þína eigin hönnun. Verða frjáls eins og fuglinn í trétálgun. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 24.febrúar kl:13.00 – 15.30 og spannar fjögur
Grunnfræðsla fyrir fólk á aldrinum 16-45 hefst 28. febrúar. Fræðslan er 3 skipti og fer fram í húsakynnum Ljóssins en einnig á Zoom. Efnistök fræðslunnar eru: 28. febrúar Kolbrún Halla iðjuþjálfi kynnir námskeiðið og ræðir aðstæður og úrlausnir Inga Rán og Stefán taka svo spjallið um hreyfinguna og mikilvægi hennar fyrir krabbameinsgreinda og frá dagskránni 7. mars Helga Jóna iðjuþjálfi
Kæru vinir, Sökum slæmrar veðurspár og lélegrar færðar í kringum húsakynni okkar á Langholtsvegi lokar Ljósið klukkan 13:00 í dag, mánudaginn 14. febrúar.
Frá og með deginum í dag, 14. febrúar, fellur grímuskylda niður í Ljósinu og eru grímur nú valkvæðar. Allir þeir sem eru með kvefeinkenni eru þó beðnir um að bera grímur. Fagaðilar sem vinna í miklu nágvígi við þjónustuþegar; nuddarar og snyrtifræðingur, bera grímur á meðan á meðferð stendur. Við minnum á mikilvægi persónulegra sóttvarna.
Kæru vinir, Gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu á morgun, mánudaginn 7. febrúar 2022. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Við biðjum ykkur öll að fara varlega og njóta góðrar inniveru á meðan stormurinn geisar. Hlýjar
Í dag, 4. febrúar, er Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum í París 4. febrúar árið 2000. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli og með því koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp
Í upphafi árs hélt Þórður Ásgeirsson, þjónustuþegi í Ljósinu, sína fyrstu myndlistarsýningu. Sýningin, sem bar heitið Ljósið í myrkrinu, innihélt verk sem Þórður vann eftir að hafa sótt myndlistarnámskeið í Ljósinu. Í dag leit Þórður við á Langholtsveginum og afhenti Ernu Magnúsdóttir, forstöðukonu, 190.000 krónur en allur ágóði af sölu verkanna rann til Ljóssins. Að auki færði Þórður Ljósinu eitt
Allt er gott sem endar vel! Saga fallega hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum í desember fékk farsælan endi í gær þegar Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og kaupandi stólsins, færði Ljósinu gripinn til eignar. Stóllinn, sem er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum eftir hönnuðinn Arne Vodder, barst Góða hirðinum í desember. Það var ósk upprunalegs eiganda hans að