Kæru vinir, Mánudaginn 15.ágúst tekur ný og spennandi stundaskrá líkamlegrar endurhæfingar gildi. Hana má skoða á vefsíðu Ljóssins hér. Athugið að hreyfiflæði hefst þó ekki fyrr en 23.ágúst. Nú er hægt að skipuleggja hreyfingu haustsins og stuðla þannig að heilbrigðari likama og sál. Með kærri kveðju, Þjálfarar Ljóssins
Kæru vinir, Ljósið verður lokað á Frídegi Verslunarmanna mánudaginn næstkomandi 1.ágúst. Við hvetjum alla til að njóta dagsins, en huga þó vel að líkama og sál. Við opnum aftur þriðjudaginn 2.ágúst kl. 8:30. Góða helgi!
Í vikunni fór af stað rannsókn SideKick Health á smáforriti formlega af stað í Ljósinu. Er smáforritið sérstaklega hannað til að koma til móts við þarfir kvenna í meðferð við brjóstakrabbameini. Um er að ræða samstarfsverkefni SideKick Health, Ljóssins og Landspítalans. Smáforritinu er ætlað að styðja við breytingar á lífsháttum sem auka lífsgæði. Er þetta önnur rannsóknin sem SiceKick Health
Við tókum hús á myndlistakonunni Ósk Laufdal á dögunum á einu elsta kaffihúsi borgarinnar, Café Milano. Ósk hefur alla tíð haft áhuga á myndlist og hverskyns handverki, en áður en myndlistin fangaði hana þá hannaði hún og framleiddi minjagripi og seldi í helstu minjagripaverslunum landsins. Það var árið 2015 sem hún byrjaði að mála og tók þá meðvitaða ákvörðun eins
Kæru vinir, Nú erum við að undirbúa og gera klárt fyrir spennandi haust í Ljósinu. Því biðlum við til þeirra sem eiga myndir og/eða möppur í handverksrými Ljóssins að renna við og taka með heim við tækifæri. Eins dásamlegt og það er að hafa fallegu myndverkin uppi við til sýnis þá þurfum við að rýma fyrir nýjum verkum. Með fyrirfram
Mánudaginn 13.júní kl: 19.00 hittist áhugafólk um fluguveiði á Klambratúni við Kjarvalsstaði á flugukastæfingu. Mælst er með að hver komi með eigin stöng, en hægt er að prufa hjá kennara ef ekki er komið með stöng. Hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Nánari upplýsingar og skráning í móttöku Ljóssins.
Tónasmiðjan á Húsavík stóð fyrir glæsilegum rokktónleikum í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 29.maí. Mikil tónlistarveisla þar sem öllu var til tjaldað, flytjendur á tónleikunum voru á öllum aldri og tókst einstaklega vel til. Heiðursgestur var hinn landsþekkti Kristján Gíslason sem tók lagið fyrir Húsvíkinga. Ágóði tónleikanna rann til Krabbameinsfélag Þingeyinga og Ljóssins. Við hjá Ljósinu erum afskaplega þakklát fyrir þetta fallega framtak.
Kiwanisklúbburinn Eldey hélt á dögunum upp á 50 ára afmæli sitt. Af því tilefni færði klúbburinn Ljósinu rausnarlegan styrk. Brynjólfur Eyjólfsson rekstrar- og fjármálastjóri Ljóssins veitti styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn. Styrkurinn nýtist vel í ört stækkandi starfsem Ljóssins og erum við þeim afskaplega þakklát.
Óður til vináttuStyrktartónleikar fyrir Ljósið fara fram í kvöld í Seltjarnarneskirkju klukkan 20:00. Það er Gunnar Már Jóhannsson, bassbaritón, sem stendur fyrir tónleikunum en með honum verða ekki minni nöfn en Karlakórinn Fóstbræður, Fósturvísarnir, Egill Árni Pálsson, tenór, Davíð Ingi Ragnarsson, bassi og Ragnar Ingi Sigurðarson, tenór. Við vonum að velgjörðarfólk Ljóssins, Ljósavinir og allir hinir fjölmenni á þennan fallega
Við fengum góða heimsókn á dögunum þegar Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi. Þeir færðu Ljósinu rausnarlegan styrk sem nýtist vel í ört vaxandi starfsemi Ljóssins. Færum við þessum heiðursmönnum bestu þakkir fyrir heimsóknina og styrkinn góða.