Við fengum góða heimsókn á dögunum þegar Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi. Þeir færðu Ljósinu rausnarlegan styrk sem nýtist vel í ört vaxandi starfsemi Ljóssins. Færum við þessum heiðursmönnum bestu þakkir fyrir heimsóknina og styrkinn góða.
Jafningjahópur ungra kvenna í Ljósinu bregður sér reglulega af bæ í ýmsa spennandi leiðangra. Virkilega skemmtilegar ferðir þar sem hópurinn skoðar nýja hluti og upplifir. Nýverið fór hópurinn í menningar og listamiðstöðina Höfuðstöðin. Þar skoðuðu þær stórskemmtileg verk Hrafnhildar Arnardóttir sem ber nafnið Chromo Sapiens. Spjall, samvera og jafningjastuðningur hjá þessum frábæra hóp. Þórdís Reynirs ljósmyndari tók þessar fallegu myndir
Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetratímann eða frá september fram í maí. Í lok maí verður gönguröð hjá hópnum til styrktar Ljósinu. Árið 2021 var þeim erfitt, en þá greindust þrír úr gönguhópnum með krabbamein, sem er ansi hátt hlutfall í svo litlum hóp. Þeim langaði að leggja sitt að mörkum. „ Þessir
Bergmál líknarfélag býður þjónustuþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimar í Grímsnesi) í júní. Boðið verður upp á kvöldvökur á hverju kvöldi. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Árið 2019 fór stór hópur
Þriðjudaginn 5. apríl stendur Ljósið fyrir golfmóti fyrir stráka á öllum aldri. Mótið er opið öllum körlunum okkar í Ljósinu, sama hvaða færni eða reynslu þeir búa yfir í golfi. Um verður að ræða einstaklingskeppni með forgjöf, þó við fyrst og fremst keppum við okkur til skemmtunar. Mótið verður haldið í Golfhöllinni á Granda, sem er við Fiskislóð 53-39 í
Í dag mánudaginn 21.mars er lokadagur uppboðs á verkum Hugleiks Dagssonar sem hann vann fyrir Ljósið. Myndefnið er innblásið af karlmönnum og krabbameini og má sannarlega segja að sótsvartur húmor Hugleiks skíni þar í gegn. Boðin eru upp 6 mismunandi frumverk í stærðinni 15x15cm, innrömmuð í svartan álramma með glampfríu gleri. Verkin eru staðsett í Ljósinu að Langholtsvegi 43, Reykjavík.
Í dag, fimmtudaginn 17.mars hófst uppboð á sex myndverkum Hugleiks Dagssonar sem unnin eru út frá hugarfari krabbameinsgreindra karlmanna. Myndirnar teiknaði Hugleikur fyrir Ljósið síðastliðið sumar en um er að ræða upprunaleg eintök verkanna. Myndirnar vann Hugleikur úr frásögnum ungra karlmanna sem sótt hafa endurhæfingu þar sem þeir bæði ræddu upplifun sína af endurhæfingunni í Ljósinu sem og líðan sinni
Myndlistarnámskeiðin sívinsælu byrja í Ljósinu á næstu dögum. Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 16.mars. Framhaldsnámskeið hefst þriðjudaginn 22.mars Örfá sæti laus. Skráning í síma: 561-3770 eða í móttöku Ljóssins
Nú geta allir þeir sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár skráð sig á Hlaupastyrkur.is Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Árið 2019 setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum,
Sex vikna fjarnámskeið gegnum Zoom fyrir einstakinga í landsbyggðardeild Ljóssins hefst 14.mars næstkomandi. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl.11.00. Hver tími er um 60 mín og verður lögð áhersla á styrktaræfingar og teygjur. Hvetjandi fræðsla og hópeflandi spjall í lok hvers tíma. Æfingarnar krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar, en ef þú átt teygjur eða létt lóð er hægt að nýta