heida

9
des
2022

Söfnuður og kvenfélag Bústaðakirkju komu færandi hendi

Við fengum til okkar góða gesti sem komu færandi hendi. Söfnuðurinn í Bústaðakirkju ásamt Kvenfélagi Bústaðakirkju færðu Ljósinu veglegan styrk. Kirkjan stór fyrir tónleikaröð í Bleikum  október sem skilaði 100þúsund krónum í styrk til Ljóssins. Jafnframt ákvað Kvenfélag Bústaðakirkju að leggja til 300 þúsund krónur. Heildarupphæð nemur því 400 þúsund krónum. Við sendum bestu þakkir fyrir þetta góða framlag, sem

Lesa meira

5
des
2022

Ljósablaðið 2022 er komið út

Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Hér má nálgast blaðið Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Við leitumst við að hafa hlýja blæinn úr Ljósinu ríkjandi í blaðinu. Með stafrænni útgáfu gefst okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir í formi hlaðvarpa, gæða umfjöllunina meira

Lesa meira

23
nóv
2022

Aðventuhátíð Bergmáls í Háteigskirkju 4.desember

Kæru vinir,  Við viljum vekja athygli á aðventuhátíð vina okkar hjá Bergmáli sem fram fer í Háteigskirkju sunnudaginn 4.desember klukkan 15:00.  Dagskráin verður á hátíðlegum nótum. Heilsun, Össur Stefánsson  Samsöngur, ,,Í dag er glatt í döprum hjörtum” Jólaguðspjall, Guðmundur Þórhallson Drengjakór Þorfinns Karlsefnis, Hallveigar og Sæmundarbræðra syngur jólalög. Stjórnandi Guðbjörg R. Tryggvadótti Einsöngur, Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran, Ave María Kaldalóns

Lesa meira

7
nóv
2022

Landslið kvenna í blaki kom færandi hendi

Fulltrúi landsliðs kvenna í blaki heimsótti okkur á dögunum og færði fyrir hönd landsliðsins Ljósinu gjafir í minningu Mundínu Ásdísar. Mundína, eða Munda eins og hún var kölluð, lést úr krabbameini nýlega en hún skipaði stóran sess í hjarta liðsins. Munda vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Blaksamband Íslands og þeim hjartans mál að heiðra minningu hennar með þessu fallega

Lesa meira

1
nóv
2022

Fræðsla og kynning á stuðningsvörum

Þriðjudaginn 8.nóvember kl.13:45 verður haldin fræðsla um líkamlega endurhæfingu ásamt kynningu á stuðningsvörum. Er kynningin fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð á brjósti. Þjálfarar Ljóssins sjá um fræðsluna og Eirberg sér um kynninguna. Fræðslan og kynningin verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 Meðal þess sem fjallað verður um: • Gervibrjóst • Brjóstahaldara

Lesa meira

25
okt
2022

Lokað í Ljósinu 28.október

Föstudaginn 28.október verður lokað í Ljósinu vegna starfsdags og árshátíðar starfsfólks. Ljósið opnar svo að venju mánudaginn 31.október kl.8:30.

24
okt
2022

Örfá laus pláss á aðstandendanámskeið fyrir ungmenni 14 -16 ára

Næsta námskeið hefst á morgun, þriðjudaginn 25.október. Námskeiðið er tvö skipti dagana 25.október og 1.nóvember klukkan 16:30-18:30 Á námskeiðinu gefst ungmennum kostur á að hitta annað ungt fólk sem er í sambærilegum sporum. Hópurinn fær fræðslu en gefst einnig kostur á að ræða reynslu sína og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm

Lesa meira

20
okt
2022

Ljósið hlaut viðurkenningu vegna Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum tóku fulltrúar Ljóssins á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest allra góðgerðafélaga í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágúst. Alls söfnuðust rúmar 12 milljónir sem er alveg magnaður árangur. Við í Ljósinu erum í skýjunum og full þakklætis öllum þeim sem lögðu verkefninu lið, þessi viðurkenning er til ykkar allra. Hjartans þakkir!   Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

17
okt
2022

Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkti Ljósið rausnarlega og kom í heimsókn

Á dögunum fengum við góða heimsókn í Ljósið, en fyrir skemmstu færði Lionsklúbburinn Fjörgyn Ljósinu tölvubúnað sem er þegar kominn í notkun og nýtist afar vel hjá þjálfurum Ljóssins. Nú var komið að formlegri afhendingu og fengum við þessa skemmtilegu, vösku félaga úr klúbbnum í kaffi, spjall og kynntum við þeim fyrir starfsemi og húsakynnum Ljóssins. Við þökkum þeim innilega

Lesa meira

14
okt
2022

Bleiki dagurinn er í dag

Í október ár hvert er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur, en með deginum er vakin athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár er lögð athygli á það sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameini. Eru konur hvattar til að að fara í þær reglulegu skimanir í leghálsi og brjóstum

Lesa meira