Opin vinnustofa hjá Þóru Björk Schram í Gufunesi

Þóra Björk Schram myndlistarkona og textílhönnuður opnar vinnustofuna sína í Gufunesi fyrir áhugasama fimmtudaginn 4.maí á milli klukkan 10:00 og 12:00.

Þóra Björk vinnur með blandaða tækni í sínum verkum. Hér má skoða facebook síðuna hennar þar sem hún sýnir brot af fjölbreyttum sköpunarverkum.

Þetta er tilvalið tækifæri til að prufa að upplifa vinnustofulífið og sjá hvernig listamenn vinna. Unnið verður með vatnsliti og ekki eru gerðar kröfur um neina grunnþekkingu.

Lifandi stemning, spjall, kaffi og vatnslitun.

Skráning fer fram í móttöku Ljóssins, einnig má senda tölvupóst á mottaka@ljosid.is. Takmarkaður fjöldi kemst að, því er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.