heida

26
apr
2023

Opin vinnustofa hjá Þóru Björk Schram í Gufunesi

Þóra Björk Schram myndlistarkona og textílhönnuður opnar vinnustofuna sína í Gufunesi fyrir áhugasama fimmtudaginn 4.maí á milli klukkan 10:00 og 12:00. Þóra Björk vinnur með blandaða tækni í sínum verkum. Hér má skoða facebook síðuna hennar þar sem hún sýnir brot af fjölbreyttum sköpunarverkum. Þetta er tilvalið tækifæri til að prufa að upplifa vinnustofulífið og sjá hvernig listamenn vinna. Unnið

Lesa meira

9
apr
2023

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru vinir. Við í Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu.Ljósið opnar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 11.apríl. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

5
apr
2023

Páskalokun í Ljósinu

Kæru vinir, Páskalokun í Ljósinu verður frá  6.- 11.apríl. Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins

30
mar
2023

Fræðsla þjálfara og kynning frá Eirberg

Fimmtudaginn 27.apríl kl.13:00 verður fræðsla frá þjálfunum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er þetta fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð á brjósti. Viðburðurinn hefst á fræðslu, síðan verður vörukynningin. Meðal þess sem fjallað verður um: • Gervibrjóst • Brjóstahaldara • Sundfatnað • Stuðningsermar • Ofl.

27
mar
2023

Ljósinu færðar spjaldtölvur að gjöf

Rafmennt, þekkingarfyrirtæki kom færandi hendi og færði Ljósinu fimm spjaldtölvur og hulstur að gjöf. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri og skólameistari heimsótti okkur með þessa góðu gjöf. Erum við þeim afskaplega þakklát og sannarlega eiga spjaldtölvurnar eftir að koma sér vel í starfsemi Ljóssins.

7
mar
2023

Hnökrar varðandi skattskýrslur einstaklinga

Kæru vinir, Nú er sá tími ársins sem einstaklingar eru að vinna í að skila skattskýrslunum sínum. Það er sannarlega ánægjulegt að okkar góðu styrktaraðilar geti sótt skattafrádrátt ef um er að ræða árlegar greiðslur yfir tíu þúsund krónur. Við höfum því miður lent í kerfisvillu við flutning á gögnunum okkar til skattsins. Það hafa því einhverjir ekki fengið styrkupphæðina

Lesa meira

16
feb
2023

Öskudagurinn í Ljósinu

Kæru vinir, Nú er Öskudagurinn miðvikudaginn næstkomandi 22.febrúar. Við í Ljósinu ætlum að sjálfsögðu ekki að láta þennan skemmtilega dag framhjá okkur fara. Starfsfólk Ljóssins mætir í sínu „skemmtilegasta pússi“. Við hvetjum þjónustuþega okkar að finna til hattinn, slæðuna, trúðanefið eða skemmtilega búninginn og eiga með okkur glaðan dag. Það verður skemmtilegur myndakassi á staðnum, sem fangar gleðina. Við getum

Lesa meira

13
feb
2023

Norðurflug veitir Ljósinu styrk

Á dögunum barst Ljósinu styrkur frá flugfélaginu Norðurflug. Styrkurinn er afrakstur átaks Norðurflugs sem lét hluta af hverri ferð í desember renna til Ljóssins. Virkilega fallegt framtak og vel tekið á móti fulltrúum Ljóssins við afhendingu styrksins í höfuðstöðvum Norðurflugs. Ljósið sendir hjartans þakkir fyrir framtakið.

31
des
2022

Nýárskveðja

Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og hjartans þakklæti fyrir allar stundir, stuðning og hlýhug á árinu sem er að líða. Við horfum björtum augun til komandi árs og óskum ykkur öllum velfarnaðar. Ljósið opnar á ný eftir jólafrí 5.janúar. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

24
des
2022

Hátíðarkveðja úr Ljósinu

Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins