heida

18
ágú
2023

GANGI YKKUR VEL Í DAG!

Kæru hlauparar, pepparar og aðrir velunnarar Ljóssins, Til hamingju með daginn okkar allra, nú er stóri maraþondagurinn genginn í garð. Með miklu þakklæti óskum við ykkur öllum góðs gengis og skemmtunar í dag. Áfram þið, áfram Ljósið!

18
ágú
2023

Takk elsku hlauparar!

Við erum í einu orði orðlaus. Þvílík orka og gleði sem fylgir þeim sem hlupu fyrir Ljósið í ár. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr og okkar fólk í húsi er sannarlega þakklát fyrir alla hlauparana okkar. Hver króna fer beint í starf Ljóssins en eins og þið vitið þá ætlum við að reisa enn stærra Ljós og mun upphæðin

Lesa meira

27
jún
2023

Götusópun við Langholtsveg

Kæru vinir, Nú er verið að gera fínt hjá okkur á Langholtsveginum og stendur til að sópa götuna í dag. Við biðjum ykkur vinsamlegast að leggja ekki bílum við götuna í dag. Það eru stæði  við Langholtsskóla og KFUM. Með fyrirfram þökk, Starfsfólk Ljóssins

15
jún
2023

Golfmót til styrktar Ljósinu

Föstudaginn 23.júní næstkomandi heldur Guðlaugur Magnússon sólstöðumót Lauga til styrktar Ljóssins. Mótið verður haldið á Grafarholtsvelli,þar sem ræst verður út kl. 19:20. Spilaðar verða 18 holur og hámarksforgjöf er 30 fyrir öll kyn. Golfklúbbur Reykjavíkur styrkir mótið með afnot af vellinum. Mótið er eingöngu styrktarmót og rennur allur ágóði óskiptur til Ljóssins. Mótsgjald er 10.000 krónur. Verðlaunaafhending verður kl.23:30 við

Lesa meira

26
apr
2023

Opin vinnustofa hjá Þóru Björk Schram í Gufunesi

Þóra Björk Schram myndlistarkona og textílhönnuður opnar vinnustofuna sína í Gufunesi fyrir áhugasama fimmtudaginn 4.maí á milli klukkan 10:00 og 12:00. Þóra Björk vinnur með blandaða tækni í sínum verkum. Hér má skoða facebook síðuna hennar þar sem hún sýnir brot af fjölbreyttum sköpunarverkum. Þetta er tilvalið tækifæri til að prufa að upplifa vinnustofulífið og sjá hvernig listamenn vinna. Unnið

Lesa meira

9
apr
2023

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru vinir. Við í Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu.Ljósið opnar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 11.apríl. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

5
apr
2023

Páskalokun í Ljósinu

Kæru vinir, Páskalokun í Ljósinu verður frá  6.- 11.apríl. Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins

30
mar
2023

Fræðsla þjálfara og kynning frá Eirberg

Fimmtudaginn 27.apríl kl.13:00 verður fræðsla frá þjálfunum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er þetta fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð á brjósti. Viðburðurinn hefst á fræðslu, síðan verður vörukynningin. Meðal þess sem fjallað verður um: • Gervibrjóst • Brjóstahaldara • Sundfatnað • Stuðningsermar • Ofl.

27
mar
2023

Ljósinu færðar spjaldtölvur að gjöf

Rafmennt, þekkingarfyrirtæki kom færandi hendi og færði Ljósinu fimm spjaldtölvur og hulstur að gjöf. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri og skólameistari heimsótti okkur með þessa góðu gjöf. Erum við þeim afskaplega þakklát og sannarlega eiga spjaldtölvurnar eftir að koma sér vel í starfsemi Ljóssins.

7
mar
2023

Hnökrar varðandi skattskýrslur einstaklinga

Kæru vinir, Nú er sá tími ársins sem einstaklingar eru að vinna í að skila skattskýrslunum sínum. Það er sannarlega ánægjulegt að okkar góðu styrktaraðilar geti sótt skattafrádrátt ef um er að ræða árlegar greiðslur yfir tíu þúsund krónur. Við höfum því miður lent í kerfisvillu við flutning á gögnunum okkar til skattsins. Það hafa því einhverjir ekki fengið styrkupphæðina

Lesa meira