Leitað að þátttakendum í rannsókn um áhrif dansþerapíu á konur með brjósta eða eggjastokkakrabbamein

Alexandra Pálsdóttir, mastersnemi í Dance Movement Therapy, mun koma til með að framkvæma mastersrannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum. Rannsóknin er eigindleg og er um áhrif dansþerapíu á trú á eigin getu Íslenskra kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum og/eða eggjastokkum.

Dansþerapía er notkun dans, hreyfingu og listrænnar tjáningu til þess að styðja við einstaklinga andlega, líkamlega og félagslega. Ekki eru til margar rannsóknir sem skoða tengsl dansþerapíu og áhrif á trú á eigin getu, en margar rannsóknir sýna að aukin trú á eigin getu hefur jákvæð áhrif á hvernig einstaklingur tekst á við greiningu krabbameins og þær áskoranir sem því fylgja. Því hef ég ákveðið að rannsaka hvort dansþerapía hafi áhrif á trú á eigin getu kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum og/eða eggjastokkum sem vonandi getur haft í för með sér frekari rannsóknir á efninu og verið undanfari þess að listmeðferðir eins og dansþerapía verði meira áberandi sem úrræði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Þátttakendur koma til með að taka þátt í dansmeðferðar hóptímum tvisvar sinnum í viku, 45 mínútur í senn, í 5 vikur. Hópurinn samanstendur af 6-8 konum og munu fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00, frá og með 12. Febrúar og til og með 13. Mars. Þátttakendur munu svara könnun í fyrsta tíma námskeiðsins og eftir námskeiðið verða tekin djúp-viðtöl (e. In[1]depth interview) við þátttakendur, sem fara fram á tímabilinu 18. Mars til 7. Apríl.

Þátttakendur þurfa að hafa verið greindir með krabbamein í brjóstum og/eða eggjastokkum, ekki er gerður greinarmunur á því hvort eða hvernig merðferð þátttakendur hafi farið í gegnum eða hversu langt er síðan greining fékkst. Allir þátttakendur hafa rétt á því að segja sig úr rannsókninni á hvaða tíma sem er eða neita að svara ákveðnum spurningum í könnun og djúp[1]viðtölum. Þátttakendur munu ekki verða persónugreindir á neinn hátt í úrvinnslu gagna og gögnum verður eytt um leið og úrvinnslu er lokið, allir þátttakendur munu skrifa undir upplýst samþykki í byrjun rannsóknar.

 

Sendið tölvupóst á alexandra.mekkin@gmail.com fyrir skráningu

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.