Kæru vinir, Við lokum Ljósinu í dag klukkan 13:00 vegna veðurs. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu í dag og gildir hún frá kl. 12:30 – 17:30, en spáð er vestan hvassviðri eða stormi og dimmum éljum. Við hvetjum ykkur til að fara varlega, njóta inniverunnar og hafa það huggulegt. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Alexandra Pálsdóttir, mastersnemi í Dance Movement Therapy, mun koma til með að framkvæma mastersrannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum. Rannsóknin er eigindleg og er um áhrif dansþerapíu á trú á eigin getu Íslenskra kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum og/eða eggjastokkum. Dansþerapía er notkun dans, hreyfingu og listrænnar tjáningu til þess að styðja við einstaklinga andlega, líkamlega
Flateyringurinn Auðunn Gunnar Eiríksson hjólaði í 25 klukkustundir á annan í jólum til styrktar Ljósinu. Mætti segja að hann hafi hjólað í heimahagana og vel það, en hjólaðir kílómetrar námu hvorki meira né minna en 658km. Hjólað var í Sporthúsinu í Kópavogi sem lánaði verkefninu húsakynni sín. Auðunn Gunnar var aldeilis ekki einn að hjóla, það komu tæplega 100 manns
Kæru vinir, Það verður ekki eldað í Ljósinu næstkomandi föstudag, 22.desember og því verður ekki vikulegur strákamatur. Við hvetjum ykkur samt sem áður að velja hollan og næringarríkan kost í jólafríinu. Eldhúsið opnar að nýju þegar við opnum á nýju ári þriðjudaginn 2.janúar. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Við fengum á dögunum góða heimsókn af vöskum hópi starfsmanna Íslandsbanka. Við bíðum spennt eftir þeim á hverju ári, en þau sjá um meðal annars að þrífa glugga og jólaskreyta hátt og lágt húsakynni Ljóssins. Það er alltaf sérstök stemning í húsi þegar þessi frábæri hópur mætir í hús. Sendum við hjartans þakkir til Íslandsbanka fyrir þetta frábæra framtak.
Lokað verður í Ljósinu næstkomandi föstudag 3.nóvember vegna hópeflis og árshátíðar starfsfólks. Við opnum aftur með bros á vör mánudaginn 6.nóvember. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Þann 8.nóvember kl 14:30 – 15:30 fáum við góða heimsókn í húsakynni Ljóssins. Ólöf K.Bjarnadóttir sérfræðingur í krabbameinslækningum heldur erindi um brjóstakrabbamein með áherslu á andhormónameðferðir. Fyrirlesturinn bæði fram í húsnæði Ljóssins og á ZOOM. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrilesturinn, rafræn skráning fer fram hér
Kæru vinir, Því miður komu upp tæknilegir örðuleikar hjá okkur og ekki tókst að senda út link á alla þáttakendur námskeiðsins Samtalið heim sem verður í dag klukkan: 16:30 Því setjum við slóðina hér fyrir þá sem vilja taka þátt á ZOOM. Þeir sem vilja koma í hús eru velkomnir í Ljósið kl. 16:30. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Breytingar verða á stundaskrá líkamlegrar endurhæfingar þar sem hluti þjálfara eru að fara á ráðstefnu. Hádegistíminn þol og teygjur fellur niður miðvikudaginn 13.september og föstudaginn 15.september. Þol og styrkur fellur niður fimmtudaginn 14. september kl.15:00. Við minnum einnig á að það er nauðsynlegt að skrá sig bæði í tækjasalinn og hóptíma. Bestu kveðjur þjálfarar Ljóssins
Ungir karlmenn 18-45 ára hittast í hádegisverði í Ljósinu á þriðjudögum kl.12:00. Ljósið býður upp á næringarríkan hádegisverð. Þeir sem vilja geta byrjað á því að taka á því í salnum kl.11:00 með Stefáni og Indriða og farið svo beint í mat. Hér gefst tækifæri til að hitta aðra stráka og borða góðan mat. Okkur hlakkar til að sjá ykkur, Matti,