Í Ljósinu er starfrækt lítil snyrtistofa þar sem boðið er upp á meðferðir og námskeið sérstaklega hönnuð fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Þar fá þátttakendur tækifæri til að staldra við, næra húðina og öðlast smá ró og sjálfstraust á erfiðu tímabili. Krabbameinsmeðferðir geta haft margvísleg áhrif á húð og útlit. Lyf geta valdið þurrki, ertingu og roða í húð, auk breytinga
Bergmál líknarfélag býður þjónustuþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur þar ekkert er greitt fyrir gistingu og mat. Um er að ræða 11-12
Frá árinu 2020 hefur Ljósið veitt fjarheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með krabbamein sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að veita aðgengi að sérhæfðri og einstaklingsmiðaðri endurhæfingu – sama hvar fólk býr. Fjölmargir skjólstæðingar hafa nýtt sér þetta úrræði með góðum árangri og í dag býður Ljósið upp á: Viðtöl við fagaðila á borð við iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, næringarfræðinga o.fl. í gegnum
Mánudaginn 28. apríl kl. 16:30–17:30 býður Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi hjá Ljósinu, upp á fræðsluerindi um mikilvægi jafnvægis og endurhæfingar á sumrin. Sumarið getur verið dásamlegt – en líka krefjandi. Breytt fjölskyldurútína, væntingar samfélagsins um að við „njótum í botn“ og lengri dagar geta haft áhrif á líðan og orku. Hvernig sinnum við andlegri og líkamlegri heilsu án þess að fara
Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur fyrir þennan fyrsta dag sumars. Lokað er í Ljósinu á morgun, Sumardaginn fyrsta. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki í sumar; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum.
Af öllu hjarta þökkum við Kaupmönnum Íslands fyrir að færa Ljósinu gjöf sem yljar líkama og sál. Á dögunum fengum við góða heimsókn frá fulltrúum Kaupmannasamtaka Íslands. Með þeirra rausnarlega stuðningi höfum við sett upp glænýtt eldhús þar sem grænmetisréttir eru eldaðir frá grunni – með kærleika í hverri skeið. Við getum nú tekið á móti fleiri gestum í fallegum
Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Lokað verður í Ljósinu verður frá 17.- 21.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl. Hafið það gott yfir hátíðirnar! Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins
Ljósið býður þjónustuþegum sínum og mökum þeirra í fræðsluerindi með Áslaugu Kristjánsdóttur, kynfræðingi mánudaginn 31. mars kl. 16:30-17:30. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Samtalið heim og er ætlað þjónustuþegum og mökum þeirra sem vilja fá hagnýtar leiðir til að styrkja tengslin, halda samtalinu lifandi og rækta ástina – jafnvel á erfiðum tímum. Áslaug Kristjánsdóttir, er einn af vinsælustu fyrirlesurum Ljóssins
Í Ljósinu er alltaf eitthvað um að vera og nú á fimmtudaginn næstkomandi hefst 4 vikna námskeið í bandvefslosun. Bandvefur er stoðvefur sem umlykur og tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar missir hann seigu teygju eiginleika sína sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Ýmiskonar verkir og skert hreyfigeta geta
Krabbameinsgreining snertir alla í fjölskyldunni. Til að auðvelda samtal og veita stuðning innan fjölskyldunnar býður Ljósið upp á dagskrárliði þar sem aðstandendur geta speglað sig í reynslu annarra, fengið fræðslu og unnið með eigin líðan í öruggu umhverfi. Hvort sem þú vilt styrkja samtalið á heimilinu eða efla jafnvægi hjá yngri aðstandendum, þá eru þessir dagskrárliðir hannaðir til að mæta þörfum