Mánudaginn 28. apríl kl. 16:30–17:30 býður Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi hjá Ljósinu, upp á fræðsluerindi um mikilvægi jafnvægis og endurhæfingar á sumrin. Sumarið getur verið dásamlegt – en líka krefjandi. Breytt fjölskyldurútína, væntingar samfélagsins um að við „njótum í botn“ og lengri dagar geta haft áhrif á líðan og orku. Hvernig sinnum við andlegri og líkamlegri heilsu án þess að fara
Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur fyrir þennan fyrsta dag sumars. Lokað er í Ljósinu á morgun, Sumardaginn fyrsta. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki í sumar; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum.
Af öllu hjarta þökkum við Kaupmönnum Íslands fyrir að færa Ljósinu gjöf sem yljar líkama og sál. Á dögunum fengum við góða heimsókn frá fulltrúum Kaupmannasamtaka Íslands. Með þeirra rausnarlega stuðningi höfum við sett upp glænýtt eldhús þar sem grænmetisréttir eru eldaðir frá grunni – með kærleika í hverri skeið. Við getum nú tekið á móti fleiri gestum í fallegum
Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Lokað verður í Ljósinu verður frá 17.- 21.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl. Hafið það gott yfir hátíðirnar! Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins
Ljósið býður þjónustuþegum sínum og mökum þeirra í fræðsluerindi með Áslaugu Kristjánsdóttur, kynfræðingi mánudaginn 31. mars kl. 16:30-17:30. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Samtalið heim og er ætlað þjónustuþegum og mökum þeirra sem vilja fá hagnýtar leiðir til að styrkja tengslin, halda samtalinu lifandi og rækta ástina – jafnvel á erfiðum tímum. Áslaug Kristjánsdóttir, er einn af vinsælustu fyrirlesurum Ljóssins
Í Ljósinu er alltaf eitthvað um að vera og nú á fimmtudaginn næstkomandi hefst 4 vikna námskeið í bandvefslosun. Bandvefur er stoðvefur sem umlykur og tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar missir hann seigu teygju eiginleika sína sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Ýmiskonar verkir og skert hreyfigeta geta
Krabbameinsgreining snertir alla í fjölskyldunni. Til að auðvelda samtal og veita stuðning innan fjölskyldunnar býður Ljósið upp á dagskrárliði þar sem aðstandendur geta speglað sig í reynslu annarra, fengið fræðslu og unnið með eigin líðan í öruggu umhverfi. Hvort sem þú vilt styrkja samtalið á heimilinu eða efla jafnvægi hjá yngri aðstandendum, þá eru þessir dagskrárliðir hannaðir til að mæta þörfum
Hvað gerist eftir brjóstaaðgerð? Hvernig er hægt að stuðla að betri hreyfigetu og vellíðan? Fimmtudaginn 13. mars kl. 10:00 – 12:00 býður Ljósið upp á fræðslu og kynningu á stoðvörum fyrir þau sem hafa gengist undir aðgerð á brjósti vegna brjóstakrabbameins eða eiga eftir að fara í slíka aðgerð. 📅 Dagsetning: Fimmtudaginn 13. mars⏰ Tími: kl. 10:00 – 12:00📍 Staðsetning:
Ljúf stund fyrir líkama og sál Föstudaginn 14. mars verða Erla og Fríða, þjálfarar Ljóssins með einstaka pop-up tíma í Yin Yoga og bandvefslosun. Þetta er frábært tækifæri til að gefa líkamanum kærkomna mýkt, róa hugann og sleppa takinu á spennu og stirðleika. 📅 Dagsetning: 14. mars⏰ Tímar: kl. 9:00 og 10:30 (70 mínútur hvor)📍 Staðsetning: Græni salurinn í Ljósinu ✨
Þann 4. mars ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ kl. 13:00. Við fáum leiðsögn um hönnunarsafnið og förum á kaffihús Te og kaffi á eftir. Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur! Skráning í móttöku Ljóssins til 3. mars.