Hvernig hefur líkaminn áhrif á samskipti og tengsl? Geta líkamleg viðbrögð haft áhrif á hvernig við sýnum stuðning og nánd?
Í næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim, fáum við innsýn í ósjálfráða taugakerfið. Við ræðum áhrif þess á daglegt líf, sérstaklega þegar fólk stendur frammi fyrir veikindum, álagi eða er að styðja nákominn aðila í gegnum slíkar aðstæður.
Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari leiðir okkur í gegnum hvernig taugakerfið mótar líðan, viðbrögð og samskipti.
Hún mun útskýra hvernig ástand taugakerfisins hefur áhrif á hvort við opnum okkur fyrir tengingu – eða lokum okkur af. Hún kynnir einnig einföld verkfæri sem hjálpa okkur að stilla kerfið, bæði fyrir okkur sjálf og í samskiptum við aðra.
Á fyrirlestrinum lærir þú meðal annars:
- Hvernig taugakerfið skannar stöðugt umhverfið fyrir merkjum um öryggi – og bregst við í samræmi við það
- Af hverju við stundum bregðumst harkalega við þegar við viljum sýna ró, eða lokum okkur af þegar við þráum tengsl
- Hvernig veikindi og álag geta haft áhrif á getu okkar til að tengjast öðrum
- Einföld og hagnýt verkfæri til að róa taugakerfið og efla vellíðan
- Hvernig við getum orðað þarfir okkar með mildi og skýrleika
- Hvernig við getum verið betri stuðningsaðilar – hvort sem við erum sjálf að ganga í gegnum erfiðleika eða að standa með einhverjum sem það gerir
Erindið er bæði fræðandi og hvetjandi – og veitir dýrmætan skilning á tengslum líkama, líðan og samskipta. Fyrir öll þau sem vilja rækta meiri mildi, næmni og tengingu – við sig sjálf og aðra.
🕒 Tími: Mánudaginn 26. maí kl. 16:30-17:30
📍 Staður: Ljósið, Langholtsvegi
🎙️ Fyrirlesari: Alda Pálsdóttir
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins, síma 561-3770 og hægt er að skrá sig rafrænt með því að smella hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.