Nú förum við í heimagírinn

Taktu þátt!

Samhliða skertri þjónustu munum við aftur leggja áherslu á HEIMA endurhæfinguna okkar líkt og við gerðum í vor.

Fyrsta skrefið fyrir þjónustuþega í Ljósinu er að ganga í Facebook-hópinn Ljósið heima en þar munum við setja inn æfingar, fræðslu, streymi og tengla á opna fundi í Ljósinu.

Þessi hópur er einungis fyrir þjónustuþega í Ljósinu og því kjörið að líta á hann sem sófann okkar í Ljósinu. Við hvetjum ykkur öll til þess að deila með okkur brotum úr ykkar dögum, skemmtilegum tenglum og öðru sem gefur okkur innblástur í gegnum þessa skrýtnu tíma.

Vefur Ljóssins er einnig fullur af pistlum, myndböndum og fleira efni:

Við minnum ykkur öll á jafningjahópana okkar á Facebook en hér getur þú fundið hópinn sem hentar þér.

Við munum einnig vera dugleg að deila hvað er í gangi hjá okkur í húsi á Instagram síðu Ljóssins.

Höldum í gleðina og jákvæða hugarfarið, og gerum þetta saman!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.