Fólkið hennar Höbbu fjölmennti á laugardag

Fjölskylda og vinir Hrafnhildar Garðarsdóttur fjölmenntu í Hafnarfjörð síðastliðinn laugardag og gengu saman skemmtilega leið um Ástjörn í tveimur hópum.

Fyrri hópurinn gekk lengri leið með Jónatani Garðarsyni sem leiðsagði af stakrí prýði en hann býr yfir mikilli þekkingu á þessu svæði. Seinni hópurinn gekk göngustíg hringinn í kringum Ástjörnina – þessi leið er mjög skemmtileg mikil nátturúfegurð og mikið fuglalíf á svæðinu öllu.

Dagurinn gekk rosalega vel og tóku 70 manns þátt í himnesku veðri.

Gangan var partur af Hlauptu þína leið og safnaði hópurinn áheitum fyrir Ljósið en Hrafnhildur hefur sótt þjónustu til okkur um skeið.

Við sendum öllum okkar allra bestu þakkir fyrir að ganga með Höbbu okkar og styðja við endurhæfingu krabbameinsgreindra.

Þið eruð alveg frábær!

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.