Símasöfnun fyrir Ljósið

logo_ljosid_big.gifHeil og sæl
Vegna mikillar aukningar í Ljósið þetta árið leitum við nú eftir stuðningi landsmanna. Endurhæfing- og stuðningur eykur lífsgæði og virkni í daglegu lífi krabbameinsgreindra og frjáls framlög eru okkar líflína til að halda þeirri starfsemi áfram og vaxa í takt við aukna aðsókn.

Því er hafin símasöfnun til að efla endurhæfingu- og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Við þökkum öllum þeim sem styrkja okkar mikilvæga starf og vonum að þið takið vel á móti þeim sem hringja fyrir okkur.

Jafnframt bendum við á að hægt er að styrkja okkur beint hér í gegnum heimasíðu okkar ýmist með eingreiðslu eða gerast mánaðarlegur styrktaraðili.

Kærleikskveðja úr Ljósinu

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.