Aðstandendur 14-16 ára

Vandað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreinda sem eru á aldrinum 14-16 ára.

Á námskeiðinu verður farið í ýmsa uppbyggjandi þætti til að styðja og styrkja ungmenni sem eiga nákomna aðstandendur með krabbamein.  Skemmtilegt og fræðandi hópastarf þar sem markmiðið er að:

  • Efla sjálfstraust
  • Takast á við erfiðleika
  • Læra leiðir til að slaka á og minnka streitu
  • Koma auga á eigin styrkleika
  • Hlægja og hafa gaman

Dagskráin námskeiðsins er eftirfarani:

  • Besta útgáfan af sjálfum þér, venjur og eftirsjá.
  • Sjálfsmynd, hvernig öðlumst við jákvæðari sjálfsmynd og spornun gegn því að hún þróist í neikvæða átt.
  • Betri árangur með sjálfstrausti, markmiðasetningu og núvitund.
  • Tjáning og framkoma.
  • Stuðningur, fjölskylda og vinir (Helga Jóna og Elín)

Kennarar á námskeiðinu eru Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir eigendur sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið á vorönn 2020 auglýst síðar

Fimmtudagar kl. 18:30 – 20:00

5 vikur

Umsjón: Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir eigendur sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann og Helga Jóna , fjölskyldumeðferðarfræðingu, og Elín , sálfræðiráðgjafi.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu

Frekari upplýsingar í síma 561-3770

Skrá á námskeið