Nú fást til sölu falleg tækifæriskort sem eru hönnuð af einstaklingum sem hafa sótt endurhæfingu í Ljósinu. Listamennirnir eru Sigrún Einarsdóttir, Hrönn Pétursdóttir og Melkorka Matthíasdóttir. Í hverjum pakka eru 6 kort og með þeim fylgja umslög. Hver pakki kostar 2000 krónur og fæst í móttöku Ljóssins.
Frá árinu 2014 hefur Heilsa hf. styrkt ákveðin verkefni í gegnum bætiefnalínu Gula miðans. Í ár nýtur Ljósið stuðningsins sem er veglegur og kunnum við Heilsu hf. okkar bestu þakkir fyrir að styrkja starfsemina með þessu frábæra framlagi. Bætiefnalína gula miðans, sem er í rauninni bleikur, samanstendur af þremur vörutegunum; Acidophilus plús, D3 vítamín og Múlti vít og renna 250
Á sunnudaginn var, þann 17. júní hlaut forstöðukona Ljóssins Erna Magnúsdóttir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra. Ljósið er hugarfóstur Ernu og er hún því bæði hugmyndasmiður og stofnandi Ljóssins. Frá því að þessi litla ljóstýra fór að skína í starfsemi sem hófst í Neskirkju árið 2005 má segja að Ljósið hafi verið hennar fjórða barn, enda
Í frumkvöðlaáfanga í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ tóku þrjár ungar stúlkur sig til og hönnuðu og létu framleiða fyrir sig lyklakippu úr birkikrossvið. Á lyklakippuna er búið að skera út orðið ,,Bellator“ sem er latneska og þýðir hetja. Ástæðan fyrir valinu á þessu orði er sú að það er einkennandi fyrir þá sem eru að kljást við krabbamein. Allur ágóði af sölu
Heil og sæl Vegna mikillar aukningar í Ljósið þetta árið leitum við nú eftir stuðningi landsmanna. Endurhæfing- og stuðningur eykur lífsgæði og virkni í daglegu lífi krabbameinsgreindra og frjáls framlög eru okkar líflína til að halda þeirri starfsemi áfram og vaxa í takt við aukna aðsókn. Því er hafin símasöfnun til að efla endurhæfingu- og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur
Enn á ný eru þau komin blessuð jólin, með öllu sínu amstri og ljósum sem svo sannarlega lýsa upp myrkasta skammdegið. Lokað verður í Ljósinu frá og með föstudeginum 22. desember en við verðum hér aftur frá kl. 8:30 miðvikudaginn 3. janúar á því herrans ári 2018. Þó svo að lokað verði í Ljósinu þá er hægt að gerast styrktaraðili,
Nýverið afhenti Lionsklúbbur Njarðvíkur Ljósinu styrk upp á 300 þús. krónur með þeirri einlægu ósk að gjöfin nýtist Ljósinu og þeim sem hennar njóta sem allra best á komandi árum. Það var Ljósberinn Axel Arnar Nikulásson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Ljósssins en Ólafur Thordersen formaður Lionsklúbbsins afhenti. Við þökkum Axel innilega fyrir að taka við styrknum fyrir hönd
Þeir birtast í ótal formum og eftir ótal leiðum styrkirnir sem okkur berast og hver og einn einasti þeirra kemur í góðar þarfir hér hjá okkur í Ljósinu. Núna vekjum við athygli á að Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni Borg hefur ákveðið að láta 60. þúsund krónur af hverri seldri eign renna til Ljóssins. Ef þú ert í fasteignahugleiðingum