Nú er búið að opna fyrir skráningu á þriðja námskeiðið fyrir nýgreindar konur á þessari haustönn. Námskeiðið hefst 17. nóvember og nú erum við í óða önn að taka við skráningum. Námskeiðið er í átta hlutum og verða fimm skipti fyrir jól og þrjú eftir. Námskeiðið verður á föstudagsmorgnum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að konur í svipuðum sporum
Ljósið býður upp á námskeið í djúpslökun fyrir einstaklinga með langvinn veikindi sem vilja læra að slaka á. Námskeiðið er í þrjú skipti, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember frá kl. 14:30 – 15:30. Námskeiðið fer fram í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Með djúpslökun er leitast við að ná innri ró og ná jafnvægi milli hugar og
Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við
Eins og margir vita er myndlist einn af föstu liðum handverksins í Ljósinu og þar ná magir að gleyma sér og næra listagyðjuna í sér í því annars erfiða verkefni sem þeir fást við. Í myndlistahópnum leynast ótrúlega miklir snillingar og þar hafa fjölmargir einnig uppgötvað myndlistahæfileika sem þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir byggju yfir. Á haustdögum tók
Á miðvikudaginn kemur, þann 7. júní kl. 14 verður farið í veiðiferð í Vífilstaðavatn í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 13:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið um kl. 14. Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja
Að fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám eftir krabbameinsmeðferð getur verið hægara sagt en gert. Ljósið fer nú af stað með annað námskeið á þessari vorönn sem ber yfirskriftina ,,Aftur af stað til vinnu eða náms“. Námskeiðið hefur reynst afar vel og komið er inn á fjölmarga þætti sem gott er að hafa í huga áður en lagt
Það snertir alla fjölskylduna þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein. Ljósið fer nú aftur af stað með námskeið fyrir ungmenni 14-17 ára sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Síðast mættu 24 ungmenni og voru afskaplega ánægð. Námskeiðshaldarar eru orðin þjóðþekkt fyrir frábær námskeið sjá og nánari dagskrá má sjá með
Þriðjudaginn 28. febrúar næst komandi mun Þórdís Sigurðardóttir, markþjálfi og hláturmarkþjálfi vera með kynningu á hláturþema og mun fyrirlesturinn byggja á leik og fræðsluinnskotum. Við munum meðal annars velta fyrir okkur hvað hlátur getur gert fyrir okkur, ræðum þrjár mýtur um af hverju við hættum að hlægja og jafnvel gera hláturæfingar, hláturslökun og hláturhugleiðslu. Áhersla verður lögð á að við leikum
Þann 6. febrúar hefst nýtt námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki, jafnvægi sitt í daglegu lífi, starfsfærni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar, hugsanir, efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu, auka jafnvægi í daglegri iðju, styrkja
Þriðjudaginn 31. janúar ætlar Gunnar L. Friðriksson, núvitundarkennarinn okkar vera með fyrirlestur um kosti þess að stunda núvitund. Rannsóknir sýna að iðkun á núvitund (mindfulness) geti aukið andlega og líkamlega vellíðan, bætt athygli, minni og einbeitingu. Jafnframt getur það hjálpað við að minnka stress, þunglyndi, kvíða og svefnvandamál og auðveldað okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu.