Nýtt námskeið fyrir nýgreindar konur

Nú er búið að opna fyrir skráningu á þriðja námskeiðið fyrir nýgreindar konur á þessari haustönn. Námskeiðið hefst 17. nóvember og nú erum við í óða önn að taka við skráningum. Námskeiðið er í átta hlutum og verða fimm skipti fyrir jól og þrjú eftir. Námskeiðið verður á föstudagsmorgnum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og stuðning. Þar er jafnframt skapaður vettvangur fyrir konurnar til að ræða leiðir til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.

Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma.

Skráning er hafin í síma 561-3770 eða með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.