Djúpslökunarnámskeið

Ljósið býður upp á námskeið í djúpslökun fyrir einstaklinga með langvinn veikindi sem vilja læra að slaka á. Námskeiðið er í þrjú skipti, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember frá kl. 14:30 – 15:30. Námskeiðið fer fram í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43.

Með djúpslökun er leitast við að ná innri ró og ná jafnvægi milli hugar og líkama. Djúpslökunin eflir styrk og einbeitingu og getur dregið úr streitu, áhyggjum og líkamlegri vanlíðan. Í djúpslökun er legið á dýnu í hvíldarstellingu eða setið á stól í öruggu og hljóðlátu umhverfi.

Enn eru nokkur sæti laus en skráning á námskeiðið er í síma 561-3770 eða með því að senda tölvupóst á ljosid@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.