Tag: Námskeið í Ljósinu

30
jan
2018

Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila

Lesa meira

25
jan
2018

Aðstandendanámskeið fyrir börn 6-13 ára

Hið sívinsæla barnanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 15. febrúar n.k. Námskeiðið er í tíu skipti, einu sinni í viku,  á virkum fimmtudögum á milli klukkan 16:30 – 18.  Umsjón með námskeiðinu hafa Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.  Á námskeiðinu er hópnum aldurskipt og ákveðin atriði tekin fyrir í hverjum

Lesa meira

17
jan
2018

Ýmis námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á.  Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda

Lesa meira

4
jan
2018

Námskeið á vorönn 2018

Nú er vorönninn að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

22
des
2017

Ljósið um hátíðirnar

Enn á ný eru þau komin blessuð jólin, með öllu sínu amstri og ljósum sem svo sannarlega lýsa upp myrkasta skammdegið. Lokað verður í Ljósinu frá og með föstudeginum 22. desember en við verðum hér aftur frá kl. 8:30 miðvikudaginn 3. janúar á því herrans ári 2018. Þó svo að lokað verði í Ljósinu þá er hægt að gerast styrktaraðili,

Lesa meira

26
okt
2017

Nýtt námskeið fyrir nýgreindar konur

Nú er búið að opna fyrir skráningu á þriðja námskeiðið fyrir nýgreindar konur á þessari haustönn. Námskeiðið hefst 17. nóvember og nú erum við í óða önn að taka við skráningum. Námskeiðið er í átta hlutum og verða fimm skipti fyrir jól og þrjú eftir. Námskeiðið verður á föstudagsmorgnum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að konur í svipuðum sporum

Lesa meira

5
sep
2017

Námskeið á haustönn 2017

Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

8
jún
2017

Ljósinu afhent málverk af Ljósinu.

Eins og margir vita er myndlist einn af föstu liðum handverksins í Ljósinu og þar ná magir að gleyma sér og næra listagyðjuna í sér í því annars erfiða verkefni sem þeir fást við.  Í myndlistahópnum leynast ótrúlega miklir snillingar og þar hafa fjölmargir einnig uppgötvað myndlistahæfileika sem þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir byggju yfir. Á haustdögum tók

Lesa meira

11
apr
2017

Aftur af stað til vinnu eða náms – námskeið

Að fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám eftir krabbameinsmeðferð getur verið hægara sagt en gert. Ljósið fer nú af stað með annað námskeið á þessari vorönn sem ber yfirskriftina ,,Aftur af stað til vinnu eða náms“.  Námskeiðið hefur reynst afar vel og komið er inn á fjölmarga þætti sem gott er að hafa í huga áður en lagt

Lesa meira

5
apr
2017

Nýtt aðstandenda námskeið fyrir 20+

Miðvikudaginn 26. apríl n.k byrjar annað námskeið fyrir aðstandendur 20 ára og eldri í Ljósinu á þessari vorönn. Á námskeiðinu er skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinst hefur með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 26. apríl kl. 16:30 í húsnæði

Lesa meira