Tag: ljósið

30
mar
2017

Gefðu lífinu ljós – skemmtikvöld til styrktar Ljósinu

Þriðjudaginn 4. apríl næst komandi verður haldið skemmti- og styrktakvöld í Stúdentakjallaranum til styrktar Ljósinu og hefst kl. 20. Fimm nemendur í tómstunda og félagsmálafræði standa fyrir viðburðinum og hafa fengið til liðs við sig fjöldann allan af flottu listafólki. Meðal annars má nefna Milky whale, Herra Hnetusmjör, Ara Eldjárn, Öldu Dís og fleiri.   Enginn aðgangseyrir en styrktarbaukar og posar

Lesa meira

29
mar
2017

Höfðingleg gjöf í tengslum við meistararitgerð

Nú nýverið barst Ljósinu höfðingleg gjöf frá Ingibjörgu Halldórsdóttur í tengslum við nýútkomna meistaraprófsritgerð hennar. Ingbjörg ákvað að í stað gjafa í útskriftarhófi sínu að óska frekar eftir peningaframlögum og láta þá fjárhæð sem safnaðis renna til Ljóssins. Þessir peningar koma í afskaplega góðar þarfir hér í Ljósinu og þökkum við Ingibjörgu og gestum hennar innilega fyrir hlýhug og stuðning en alls

Lesa meira

28
mar
2017

Skokkhópur Ljóssins í startholunum

Hlaupa- og skokkhópur Ljóssins fer aftur af stað fimmtudaginn 27. apríl nk. Hópurinn er ætlaður öllum áhugasömum, hvort sem það eru krabbameinsgreindir, aðstandendur, starfsfólk Ljóssins eða aðrir sem vilja koma sér af stað í skemmtilega útiveru og hreyfingu. Æfingar verða á fimmtudögum á milli kl. 15:30-16:30 og henta öllum; byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum. Stefnt er á

Lesa meira

22
mar
2017

Ofurdagur í dag 22. mars.

Í dag, miðvikudaginn 22. mars er ofurdagur Orkunnar. Það þýðir að það renna 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum til Ljóssins, óháð greiðslumáta hjá Orkunni og Skeljungi.  Til viðbótar fá viðskiptavinir einnig 14. kr. afslátt þegar greitt er með kortum eða lyklum. Já, þú last rétt. Tvöföld hamingja. Þú getur einnig styrkt Ljósið allt árið ef þú ert með lykil

Lesa meira

21
mar
2017

Saltkjöt eða baunir?

Þriðjudaginn 28. mars mun Rannveig Björnsdóttir, næringarfræðingurinn okkar hér í Ljósinu, vera með fyrirlestur um næringu. Góð næring skiptir okkur öll máli og lengi er hægt að rýna og skoða vel hvað betur má fara í mataræði hvers og eins. Því hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á mat að mæta og fræðast. Eins og áður segir verður fyrirlesturinn þriðjudaginn

Lesa meira

17
mar
2017

Kynning á vörum frá Stoð

Miðvikudaginn 22. mars n.k. ætla starfsmenn Stoðar að koma til okkar í Ljósið, Langholtsvegi 43 og vera með kynningu á gervibrjóstum, bæði álímdum og fyrir vasa.  Jafnframt verða sýnishorn af sundbolum, brjóstahöldurum og bolum á staðnum og því hvetjum við þær sem vilja, að koma og kynna sér og skoða þær vörur sem Stoð hefur uppá að bjóða. Kynningin hefst

Lesa meira

15
mar
2017

Sigtipokar saumaðir í Ljósinu

Það er svo gaman að segja frá því að hinir vinsælu sigtipokar (sem sumir kalla spírupoka) eru saumaðir hér hjá okkur í Ljósinu. Eldsnemma í morgun mætti hingað ofurfagur, jákvæður og duglegur hópur sjálfboðaliða sem töldu það ekki eftir sér að vakna snemma og koma og leggja fram vinnu til handa Ljósinu og sauma fyrir okkur sigtipoka. Sigtipokarnir eru og

Lesa meira

14
mar
2017

Ungir makar

Við vekjum athygli á að jafningjahópurinn ungir makar hittist annan hvern mánudag kl. 17 í Ljósinu. Þessi hópur er fyrir einstaklinga á aldrinum 20-45 ára og eiga maka sem glímir við krabbamein.  Kristín Ósk sálfræðingur Ljóssins heldur utan um hópinn. Næsti fundur er mánudaginn 20. mars og stendur frá kl. 17-18:30 Ef þú hefur áhuga á að vera með og

Lesa meira

8
mar
2017

Fræðslukvöld ungliðahóps Ljóssins, SKB og Krafts

Fimmtudagskvöldið 9. mars næstkomandi kl. 19:30 ætlar Pálmar Ragnarsson að koma til okkar í Ljósið á motivation kvöld Ungliðahóps Ljóssins, Krafts og SKB og halda fyrirlestur um jákvæða nálgun í samskiptum. Hann fjallar um aðferðir og reynslu sína við þjálfun barna og unglinga, en hann hefur yfir 10 ára reynslu af körfuknattleiksþjálfun barna og ungmenna, með einstökum árangri. Aðal áherslan

Lesa meira

28
feb
2017

Hækkun á mat

Nú er komið að því að við verðum að hækka matinn okkar þar sem við ráðum ekki lengur við að bjóða hann á 700 kr. Við erum þó eins hófleg og við getum og mun hann kosta kr. 1000,- frá og með morgundeginum 1. mars. Vonumst til að sjá ykkur jafnt sem áður því áfram verður sami góði maturinn.