Sigtipokar saumaðir í Ljósinu

Það er svo gaman að segja frá því að hinir vinsælu sigtipokar (sem sumir kalla spírupoka) eru saumaðir hér hjá okkur í Ljósinu. Eldsnemma í morgun mætti hingað ofurfagur, jákvæður og duglegur hópur sjálfboðaliða sem töldu það ekki eftir sér að vakna snemma og koma og leggja fram vinnu til handa Ljósinu og sauma fyrir okkur sigtipoka.

Sigtipokarnir eru og hafa verið liður í fjáröflun Ljóssins í fjöldamörg ár. Pokarnir eru notaðir á ýmsa vegu og sem dæmi þá nota sumir þá til að láta spíra í, enn aðrir sigta möndlumjólk,  kreista brokkolí,  þvo brjóstahaldara í, geyma skó í á ferðalögum og svo má lengi áfram telja. Pokana er hægt að kaupa í nýrri vefverslun Ljóssins og við sendum þá um land allt geng vægu sendingagjaldi.

Viltu panta spírupoka? Smelltu hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.