Kynning á vörum frá Stoð

Miðvikudaginn 22. mars n.k. ætla starfsmenn Stoðar að koma til okkar í Ljósið, Langholtsvegi 43 og vera með kynningu á gervibrjóstum, bæði álímdum og fyrir vasa.  Jafnframt verða sýnishorn af sundbolum, brjóstahöldurum og bolum á staðnum og því hvetjum við þær sem vilja, að koma og kynna sér og skoða þær vörur sem Stoð hefur uppá að bjóða.

Kynningin hefst kl. 10:30 og munu Bára og Vilborg starfsmenn Stoðar vera á staðnum.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt.

Hlökkum til að sjá ykkur

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.