Tag: krabbameinsgreindir

3
feb
2018

4. febrúar – Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn

Þann 4. febrúar er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum á nýju árþúsundi í París 4. febrúar 2000. Markmiðið með þessum degi er að vera með vitundarvakningu til að koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp herör

Lesa meira

1
feb
2018

Kynning á íslenskum höfuðfötum frá Mheadwear

Miðvikudaginn 7. febrúar verður kynning á íslenskum höfuðfötum frá Mheadwear í Ljósinu. Kynninging hefst kl. 14. Mheadwear er hannað af Guðrúnu Hrund sem sjálf hefur gengið í gegnum það ferli að missa hárið í krabbameinsmeðfeð í þrígang og þekkir því vel til. Öll framleiðsla Mheadwear fer fram á Íslandi og hægt er að fá styrk frá Sjúkratryggingum Íslands við kaup

Lesa meira

30
jan
2018

Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila

Lesa meira

24
jan
2018

Viðtal við forstöðukonu Ljóssins á Rás 1

Það er gaman að segja frá því að forstöðukonan okkar, Erna Magnúsdóttir var boðin í viðtal á Rás 1 í morgun í morgunþátt Sigurlaugar Margrétar Jónsdóttur, ,,Segðu mér“.  Sigurlaug skapar mjög þægilegt og afslappað andrúmsloft í þætti sínum og spyr skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Það er því óhætt að segja að gaman hafi verið að hlýða á þær stöllur fara

Lesa meira

22
jan
2018

Betra minni á 60 mínútum?

Þriðjudagsfyrirlesturinn verður 30. janúar kl. 14 og fjallar að þessu sinni um minnið. Kolbeinn Sigurjónsson frá Betra nám kemur til okkar í Ljósið og ræðir um minnið og nokkrar leiðir til að efla það. Eflaust verður hægt að taka nokkur verkfæri með heim í farteskinu til að hjálpa sér við að muna betur. Hver er ekki til í það?

7
des
2017

Glæsilegur Ljósafoss

Hann var æði tignarlegur og fagur, Ljósafossinn sem liðaðist niður Esjuhlíðar síðastliðin laugardag. Hátt á annað hundrað manns mættu úr hinum ýmsu gönguhópum ásamt okkar fólki úr Ljósinu. Allir voru vel búnir og með höfuðljós til að taka þátt í mótun fossins. Mikil gleðir ríkti í hópnum og afar vel tókst að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer

Lesa meira

21
nóv
2017

Þriðjudagsfyrirlesturinn

Þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 14 ætlar Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagsfræði koma til okkar hingað í Ljósið og ræða um hamingjuna. Inn í fyrirlesturinn væri hún vís með að vefja hamingjuaukandi æfingum eins og hláturjóga og/eða Qi Gong, en hún er hláturjóga leiðbeinandi. Hrefna er höfundur bókarinnar ,,Why are Icelanders so happy?“ en BA ritgerð hennar fjallaði

Lesa meira

12
okt
2017

Djúpslökunarnámskeið

Ljósið býður upp á námskeið í djúpslökun fyrir einstaklinga með langvinn veikindi sem vilja læra að slaka á. Námskeiðið er í þrjú skipti, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember frá kl. 14:30 – 15:30. Námskeiðið fer fram í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Með djúpslökun er leitast við að ná innri ró og ná jafnvægi milli hugar og

Lesa meira

21
sep
2017

Fyrirlestur um jákvæðni og markmið

Þriðjudagsfyrirlestrarnir sem hófu göngu sína um síðustu áramót mæltust svo vel fyrir að ákveðið var að halda þeim áfram þennan veturinn. Fyrsti fyrirlesturinn á haustönn verður þriðjudaginn 26. september n.k. kl. 14 í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43.  Þá mun dáðadrengurinn Pálmar Ragnarson koma og ræða um jákvæð samskipti, markmið og sína reynslu af því hvernig er að greinast með

Lesa meira

6
jún
2017

Veiðiferð Ljóssins

Á miðvikudaginn kemur, þann 7. júní kl. 14 verður farið í veiðiferð í Vífilstaðavatn í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 13:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið um kl. 14.  Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja

Lesa meira