Fimmtudaginn 7. nóvember munu þjálfarar Ljóssins bjóða upp á fræðslu fyrir konur sem hafa farið eða eru að fara í skurðaðagerð á brjóstasvæði vegna krabbameins. Fjallað verður um líkamlega endurhæfingu, hreyfingu og þjálfun og hvað beri að passa upp á í framhaldi aðgerða á brjóstum. Rætt verður um breytingar sem eiga sér stað á líkamanum og um mögulega fylgikvilla aðgerða
Þriðjudaginn 25. september nk. verður Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari Ljóssins með fyrirlestur um sogæðabjúg. Á fyrirlestrinum fer Margrét yfir helstu kvilla brjóstaaðgerða, uppbyggingu sogæðakerfisins og gefur fyrirbyggjandi ráðleggingar gegn sogæðabjúg á handlegg. Margrét hefur um langt skeið sinnt B-hópnum svokallaða hér í Ljósinu, en það er hópur fólks sem greinst hefur með krabbamein í brjósti. Hún hefur því víðtæka og mikla
Eitt af því sem gefur og gleður starfsfólk Ljóssins er að sjá þegar Ljósberar vaxa og dafna í þeim annars erfiðu og krefjandi verkefnum sem baráttan við krabbamein er. Þetta horfum við uppá á hverjum einasta degi og í dag er dásamlega gaman að segja frá einum slíkum Ljósbera. Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir hefur verið dugleg að nýta sér þá
Mánudaginn 26. febrúar verður kynning í Ljósinu á vörum og þjónustu frá Eirberg. Hjúkrunarfræðingur úr brjóstaþjonustu Eirbergs mætir til okkar með nýjar vörur m.a. brjóst, brjóstahaldara og sundfatnað. Kynninging verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 á milli kl. 10:30 -12:30
Mánudaginn 12. febrúar kl. 11 verður fræðslufundur í Ljósinu fyrir fólk sem fengið hefur brjóstakrabbamein. Farið verður yfir helstu fylgikvilla brjóstaaðgerða, hvernig sogæðakerfið er uppbyggt og fyrirbyggjandi ráðleggingar gefnar gegn sogæðabjúg á handlegg. Einnig verður kynntur æfingahópur sem kallaður er B hópurinn. Í þeim hóp eru konur sem greinst hafa með brjóstakrabbameina og æfa saman undir handleiðslu sjúkraþjálfara í tækjasal
Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila
Miðvikudaginn 6. desember verður Stoð með kynningu á ýmsum vörum fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Sýnd verða gervibrjóst, brjóstahöld, sundföt og fleira. Kynningin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.
Kynningarfundir fyrir nýtt fólk alla þriðjudaga kl. 11:00 Ljósið er opið í allt sumar – sjá stundskrá hér Heilbrigðismenntað starfsfólk sér um faglega endurhæfingu sem snýr að: · Líkamlegri uppbyggingu · Andlegum stuðningi · Félagslegum stuðningi · Jafningjafræðsla · Uppbyggjandi umhverfi.
Miðvikudaginn 22. mars n.k. ætla starfsmenn Stoðar að koma til okkar í Ljósið, Langholtsvegi 43 og vera með kynningu á gervibrjóstum, bæði álímdum og fyrir vasa. Jafnframt verða sýnishorn af sundbolum, brjóstahöldurum og bolum á staðnum og því hvetjum við þær sem vilja, að koma og kynna sér og skoða þær vörur sem Stoð hefur uppá að bjóða. Kynningin hefst