Tag: Börn og krabbamein

24
jan
2018

Viðtal við forstöðukonu Ljóssins á Rás 1

Það er gaman að segja frá því að forstöðukonan okkar, Erna Magnúsdóttir var boðin í viðtal á Rás 1 í morgun í morgunþátt Sigurlaugar Margrétar Jónsdóttur, ,,Segðu mér“.  Sigurlaug skapar mjög þægilegt og afslappað andrúmsloft í þætti sínum og spyr skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Það er því óhætt að segja að gaman hafi verið að hlýða á þær stöllur fara

Lesa meira

17
jan
2018

Ýmis námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á.  Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda

Lesa meira

4
jan
2018

Námskeið á vorönn 2018

Nú er vorönninn að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

3
jan
2018

Stundaskrá vorannar 2018

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nýtt ár leggst afskaplega vel í okkur og við sjáum fram á góða tíð með blóm í haga, fullt hús af fólki og gleði á pallinum. Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýja og þétta stundaskrá fyrir vorönn 2018. Þar má sjá tímasetningar yfir alla

Lesa meira

30
nóv
2017

Aðventukvöld Ljóssins

Aðventukvöld Ljóssins fór fram í gærkvöldi, miðvikudaginn 29. nóvember.  Svo mikil tilhlökkun var fyrir kvöldinu að fyrstu gestir voru mættir vel fyrir auglýstan tíma. En, þar sem allt var tilbúið og jólabragur komin á heimilið var þeim að sjálfsögðu boðið til sætis. Það er skemmst frá því að segja að fullt var út úr dyrum og rúmlega 150 manns í

Lesa meira

5
sep
2017

Námskeið á haustönn 2017

Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

7
júl
2017

Ljósið í sumar

Kynningarfundir fyrir nýtt fólk alla þriðjudaga kl. 11:00 Ljósið er opið í allt sumar – sjá stundskrá hér  Heilbrigðismenntað starfsfólk sér um faglega endurhæfingu sem snýr að: · Líkamlegri uppbyggingu · Andlegum stuðningi · Félagslegum stuðningi · Jafningjafræðsla · Uppbyggjandi umhverfi.

23
mar
2017

Út fyrir kassann, námskeið fyrir ungmenni

Það snertir alla fjölskylduna þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein. Ljósið fer nú aftur af stað með námskeið fyrir ungmenni 14-17 ára sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Síðast mættu 24 ungmenni og voru afskaplega ánægð. Námskeiðshaldarar eru orðin þjóðþekkt fyrir frábær námskeið sjá og nánari dagskrá má sjá með

Lesa meira

30
jan
2017

Námskeið fyrir aðstandendur, börn 6-13 ára

Námskeið fyrir börn, 6 -13 ára hefst í Ljósinu 2. febrúar nk. kl. 16:30 og stendur til kl. 18.  Námskeiðið er fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra. Börnin fá tækifæri til að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og

Lesa meira